Einelti í Andríki
Ármann Guðmundsson skellti sér í Borgarleikhúsið á frumsýningu laugardaginn 21. september og horfði gagnrýnum augum á þennan breska barnasöngleik. Lesið hvað hann hafði að segja um verkið. Fyrsta frumsýning haustsins í Borgarleikhúsinu er breski barnasöngleikurinn Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe. Þetta er tiltölulega nýr söngleikur, byggður á sögunni af Litla ljóta andarunganum eftir H.C. Andersen. Söngleikurinn hlaut ein virtustu leiklistarverðlaun Breta, Oliver verðlaunin árið 2000 og því engin furða að hann hafi vakið áhuga Borgarleikhúsmanna þegar velja átti barnaleikrit vetrarins. Höfundar verksins, George Stiles höfundur tónlistar og Anthony Drewe textahöfundur, hafa samið saman fjóra söngleiki, Tutankhamon, Just So, Peter Pan og svo Honk!. Þá munu þeir vera með tvo til viðbótar í smíðum. Eins og flestir vita þá er megin þemað í Ljóta andarunganum einelti og Ljóti, aðalsöguhetjan í Honk!, fær svo sannarlega að kenna á því. Hann er allt öðruvísi en andarungar eiga að vera og allir í Andríki leggjast á eitt við að níðast á honum ef frá er talin andamamma. Faðir hans og systkini ganga hve harðast fram í að ofsækja hann og hrekja í klærnar á óberminu Kisa sem hefur það eitt í huga að éta hann. Það má því segja að boðskapurinn verksins sé í raun að það sé ljótt að leggja þá sem eru á einhvern hátt minnimáttar og/eða öðruvísi í einelti en hins vegar alveg sjálfsagt að viðkomandi...
Sjá meira