Author: lensherra

Einelti í Andríki

Ármann Guðmundsson skellti sér í Borgarleikhúsið á frumsýningu laugardaginn 21. september og horfði gagnrýnum augum á þennan breska barnasöngleik. Lesið hvað hann hafði að segja um verkið. Fyrsta frumsýning haustsins í Borgarleikhúsinu er breski barnasöngleikurinn Honk! Ljóti andarunginn eftir George Stiles og Anthony Drewe. Þetta er tiltölulega nýr söngleikur, byggður á sögunni af Litla ljóta andarunganum eftir H.C. Andersen. Söngleikurinn hlaut ein virtustu leiklistarverðlaun Breta, Oliver verðlaunin árið 2000 og því engin furða að hann hafi vakið áhuga Borgarleikhúsmanna þegar velja átti barnaleikrit vetrarins. Höfundar verksins, George Stiles höfundur tónlistar og Anthony Drewe textahöfundur, hafa samið saman fjóra söngleiki, Tutankhamon, Just So, Peter Pan og svo Honk!. Þá munu þeir vera með tvo til viðbótar í smíðum. Eins og flestir vita þá er megin þemað í Ljóta andarunganum einelti og Ljóti, aðalsöguhetjan í Honk!, fær svo sannarlega að kenna á því. Hann er allt öðruvísi en andarungar eiga að vera og allir í Andríki leggjast á eitt við að níðast á honum ef frá er talin andamamma. Faðir hans og systkini ganga hve harðast fram í að ofsækja hann og hrekja í klærnar á óberminu Kisa sem hefur það eitt í huga að éta hann. Það má því segja að boðskapurinn verksins sé í raun að það sé ljótt að leggja þá sem eru á einhvern hátt minnimáttar og/eða öðruvísi í einelti en hins vegar alveg sjálfsagt að viðkomandi...

Sjá meira

Gleðileg hátíð á Hallormsstað – Júlíus gagnrýnir

Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Júlíus Júlíusson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á. Mig langaði til þess að tjá mig aðeins um þau verk á einþáttungahátiðinni sem ég sá og um leið að æfa mig í því að skrifa gagnrýni. Ég kom um hádegið á föstudeginum og missti því miður af því sem var í boði á fimmtudeginum. Leikfélagið Sýnir -– Hverjir voru hvar eftir Guðmund L. Þorvaldsson Lunkinn, stuttur þáttur sem greip mann á einhvern ótrúlegan hátt, það náði að byggjast upp einhver spenna… sem sat svo í manni eftir að honum lauk. Þátturinn fjallaði um eitthvað, maður var ekki viss um hvað það var, en það skipti engu máli. Ég hugsa jafnvel að það hefði skemmt fyrir ef það hefði komið skýrt fram hvað nákvæmlega var um að vera. Leikstjórnin var afbragð og leikararnir stóðu sig með miklum ágætum, Þorgeir Tryggvason var óttalega aumingjalegur en Ingólfur Þórsson áhrifamestur. Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi – Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson. Þessi litli farsi getur verið fyndinn á köflum og var það, en sviðsmyndin var ekki nógu góð þarna í íþróttahúsinu og truflaði það annars ágæta leikara nokkuð. Það vantaði fínpússningu á verkið til þess að þétta það, þátturinn var of laus í sér og leið fyrir það. Leikfélag Fljótdalshéraðs – Maðkurinn eftir Halldór Laxness. Því miður missti ég af þessum...

Sjá meira

Leikið af lyst í Hallormstaðaskógi – Lárus gagnrýnir

Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Lárus Vilhjálmsson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á.  Hallormstaður er einn af þeim stöðum á Íslandi þar sem manni finnst maður vera í útlöndum. Það er svo mikið af trjám að maður sér varla fjöllin. Á sumrin er víst það heitt að fólk gengur um bert að ofan og þarna verður lognið svo mikið að manni líður eins og geimfara í lofttómi. Þetta gerir það að verkum að leiklist framin á slíkum stað verður um leið eitthvað framandi og það liggur við að maður fari að rabba við alla á dönsku eða ensku og jafnvel búast við einhverju finnsku exótísku dansverki ala Kaurismaki úti í skógi.  Enn því var nú ekki að heilsa þarna í skógarkrikanum á Hallormstað. Flest verkin sem sett voru á svið voru svo rammíslensk að Dario Fo og Ayckburn voru alveg eins og skrattinn úr sauðaleggnum. Og það var nú bara ansi skemmtilegt. Það er ánægjulegt að sjá hversu margir leggja sig við skriftirnar nú til dags þrátt fyrir allt.   Ég missti því miður af fyrsta verkinu á hátíðinni sem krakkarnir á Hallormstað fluttu á fimmtudagskvöldinu en fékk þó beint í æð það rosalegusta útvarpsleikrit sem ég hef heyrt í rútunni á leiðinni á Hallormstað. Í þessu leikriti ræddu tveir þáttastjórnendur við ólansmann sem hafði stolið fullt af...

Sjá meira

Mergjaðir tónleikar í Mósó

Boðið var upp á tónleika leikhúsi þeirra Mosfellinga sunnudaginn 9 desember. Lalli Vill var þar og hafði þetta að segja. Það eru til margar tegundir skemmtikrafta og um jólin býðst upp á flestar sortirnar. Popparar landsins troða upp á ljósvökum og kringlum og  æðritónlistaróperuraularararnir þar og í kirkjunum. Það heyrist allskyns tónlist frá rappi til Johanns Sebastians Bach. En ein er tónlistin sem heyrist ekki oft í radíóviðtækjum og imbakössum landsmanna. Það er sú gleðitónlist sem ég heyrði sunnudaginn 9 desember í bæjarleikhúsi þeirra Mosfellinga í flutningi fjölda listamanna sem eiga rætur sínar í áhugaleikhúsi okkar íslendinga. Gleðitónlist sem...

Sjá meira

Í heimsókn hjá Hugleik

Hugleikur bauð fólki í heimsókn í Iðnó og þar voru allar sortir í boði. Hörður Sigurðarson fór og gæddi sér á veitingunum.  Hvorki meira né minna en „Sjö sortir“ voru á boðstólum þegar undirritaður leit í „heimsókn“ til Hugleiks í Iðnó í gærkvöldi. Sortirnar sjö voru afrakstur námskeiðs sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur þar sem unnið var með sjö einþáttunga eftir jafnmarga Hugleikara og jafnmargir Hugleikarar sem leikstýrðu verkunum. Rúnar Guðbrandsson hafði yfirumsjón með bakstrinum og sá til þess að ekkert brynni við. Það sem Hugleikur bauð upp á var ekki leiksýning í þeim skilningi og því ekki...

Sjá meira

Nýtt og áhugavert