Author: lensherra

Áramótaheit áhugaleikarans 2003

Áhugaleikarar eru ekkert öðruvísi en aðrir landsmenn að því leyti að þeim finnst gaman að strengja áramótaheit. Þeir eru að vísu ekkert líklegri en aðrir til að efna þau en ef Gallup gerði skoðanakönnun á því hver eru vinsælustu áramótaheit hins dæmigerða íslenska áhugaleikara, yrði útkoman hugsanlega einhvern veginn svona. 1. Hætta næstum alveg að ofleika. 2. Ekki hlaupa strax út eftir hverja einustu æfingu til að losna við að ganga frá. 3. Hætta að káfa á sminkunni meðan ég er í förðun. 4. Læra textann minn fyrir frumsýningu. 5. Ekki reyna við leikstjórann í næsta frumsýningarteiti. 6. Komast að því hvað þetta skoska leikrit er sem menn eru alltaf að tala um. 7. Sýna í Þjóðleikhúsinu jafnvel þó það kosti að setja upp 40 manna frumsaminn söngleik um gildi hangikjöts í list- og þjóðmenningu 20. aldar. 8. Láta það vera að brjóta eitthvað næst þegar talað er um einskæra leikgleði í leikdómi um mig. 9. Sannfæra formanninn um ágæti leikritsins sem ég hef verið með í smíðum í sjö ár og fjallar um sigur minn… eh, ég meina söguhetjunnar á mótlæti og fordómum gagnvart hinum misskilda alþýðulistamanni sem hefði án vafa unnið glæsta sigra á sviðum stærstu leikhúsa landsins ef ekki hefði verið fyrir skefjalausa illkvitni og frámunalegt dómgreindarleysi dómnefnda í inntökuprófunum í Leiklistarskólann undanfarinn áratug. 10. Gera athugasemdalaust eins og leikstjórinn biður mig um að gera í...

Sjá meira

Íslenskur áhugaleikari í útlöndum

Hinn geðþekki fyrrverandi ritari Bandalagsins, Sigríður Lára Sigurjónsdóttir býr nú í Montpellier í S-Frakkalandi. Hún hefur gert örlitla úttekt á menningar- og mannlífi þar í borg. Menning og mannlíf í Montpellier Götuleikhús hefur verið í örum vexti á Íslandi á liðnum misserum. Sumrin eru að verða undirlögð af bæjarhátíðum hvers konar í flestum þéttbýliskjörnum og er það vel. Í framhaldi af því hefur þó bólað á umræðum um hvað sé götuleikhús og hvenær sé um götuleikhús að ræða og hvenær það eigi að heita eitthvað annað. Í ljósi þessarar umræðu var athyglivert fyrir undirritaðan Íslending að koma hingað í suðrið, þar sem götulistir lúta alfarið öðrum lögmálum en heima á klakanum. Það sem breytir mestu er trúlega “betlimenningin” hérna. Hér þarf ekki að styrkja leikhópa til þess að vera með skemmtiatriði á götum úti þar sem margir virðast hafa það sem aðalatvinnu að syngja, dansa eða skemmta á annan hátt á torgum og í fjölförnum göngugötum. Listamenn eða atvinnubetlarar? Það verður að segjast alveg eins og er að ég hef gert skammarlega lítið af því að sækja menningarviðburði hér um slóðir enn sem komið er. Ég hef nú haft búsetu hér í Montpellier, landi Fransmanna um næstum þriggja mánaða skeið og lítið mátt vera að því að kynna mér hvað er á fjölunum (eða hvar bestu fjalirnar eru). Hér eltir menningin mann hins vegar uppi, láti maður það eftir...

Sjá meira

Tréhausinn 2005 – Hrund Ólafsdóttir

Hrund Ólafsdóttir skrifar: Leiksýningar sem ég skrifaði gagnrýni um fyrir Morgunblaðið á síðastliðnu leikári voru 37 talsins. Auk þess sá ég 6 sýningar sem einnig verða lagðar undir Tréhausinn. Sjálf kom ég að tveimur sýningum til viðbótar og er því vanhæf til þess að dæma þær. Besta leiksýning Þú veist hvernig þetta er Stúdentaleikhúsið Leikstjóri: Jón Páll Eyjólfsson Sýning Jóns Páls og Stúdentaleikhússins er ágeng og beitt. Hún er unnin af hugrekki og ólgandi krafti þar sem sést að hver einasti leikari í stórum hópnum fer fram af þörf til þess að sýna og segja frá því hvernig er...

Sjá meira

Tréhausinn 2005

Tréhausinn, óopinber verðlaun áhugaleikhússins er nú veittur í þriðja sinn. Þorgeir Tryggvason reið á vaðið og skapaði fyrirbærið árið 2003 og Hrund Ólafsdóttir hélt merkinu á lofti á síðasta leikári. Í ár dugar hinsvegar ekkert minna en tvíhöfði til að verðlauna það sem vel var gert í áhugaleikhúsinu á Íslandi. Kemur það til af því að moggagagnrýnendurnir Hrund og Þorgeir skiptu verkum bróður- og systurlega að þessu sinni. Til að fá heildarmynd af afrekum vetrarins ákváðu þau að veita hvort sinn Tréhaus. Helstu verðlaunaflokkar eru samskonar en að öðru leyti hafði hvort um sig frjálsar hendur. Tréhaus Hrundar er hér *** Tréhaus Þorgeirs er...

Sjá meira

Einleikir

 Grein um einleikjaformið og möguleika þess. Áður birt í Leiklistarblaðinu 1998. Einleikir Það þarf enginn að ganga þess dulinn að einleikir eru í tísku. Þetta er öllum ljóst sem voru á einþáttungahátíð Bandalagsins í Stykkishólmi síðastliðið vor, og öðrum er bent á að kíkja í síðasta leiklistarblað. Af níu þáttum voru fjórir einleikir, hvorki meira né minna. Ekki er gott að segja hvað veldur, en óneitanlega eru einleikir meðfærilegir til flutnings milli landshluta og oft, en þó ekki alltaf, einfaldir í uppsetningu. Frægur breskur leikari benti einu sinni á að það versta við að leika einleik væri að fá einn allar nóturnar, en kosturinn væri að það væri ódýrt fyrir leikstjórann að bjóða leikhópnum í mat. En allavega: einleikir eru „inni“, og því best að gefa smá yfirlit yfir þá sem til eru hjá Bandalaginu.   Damerne først… Einleikir eru líklega eina leikritategundin sem er til í meira úrvali fyrir konur en karla. Hvort þetta er vegna þess að konur séu málgefnari en karlar skal ósagt látið, en margir þessir leikir eru framúrskarandi og skal nokkurra getið. Af styttri þáttum ber fyrstan frægan að telja Nóbelstrúðinn Dario Fo. Hann skrifaði ásamt eiginkonu sinni Franca Rame, nokkur afbragðsgóð eintöl sem sum hver eru til hjá Bandalaginu. Aðallega í söfnunum Kona og Dónalega dúkkan. (Dario hefur reyndar líka skrifað frábær eintöl fyrir karla, en þau eigum við því miður ekki. Vill...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað