Author: lensherra

Jólagjafir áhugaleikarans

Loks lætur Listamaðurinn ógurlegi aftur á sér kræla eftir nokkurt hlé og þótti mörgum kominn tími til. Nú er hann í jólaskapi og hefur tekið saman jólagjafalista áhugaleikarans. Öðruvísi jólagjafir! Í verslun Bandalags íslenskra leikfélaga færðu jólagjöfina sem kemur á skemmtilega óvart. Þar (og hvergi annars staðar) fást jólagjafir fyrir þá sem vilja skipta um útlit, litarhaft eða skemmta sér við lestur góðs leikrits. Hér er lítið brot af úrvalinu hjá okkur. Sendum samdægurs í póstkröfu – Hægt er að panta í síma 551- 6974 eða á info@leiklist.is Andlitsmálning í miklu úrvaliKjörin jólagjöf fyrir þá sem hafa gaman af því mála sig og aðra. Vatnslitirnir henta sérlega vel fyrir börn og allir litir eru ofnæmisprófaðir. Vatnslitir, andlits- og líkamsfarði Vatnslitur, Grimas, 40 litir, 15 ml 425.- Vatnslitur, Grimas, 16 litir, 25 ml 630.- Vatnslitur, Grimas, hvítt og svart, 60 ml 930.- Vatnslitabox, Grimas, 6 litir 1.300.- Vatnslitabox, Grimas, 12 litir 2.300.- Vatnslitabox, Grimas, 24 litir 4.200.- Vatnslitabox, Kryolan, 24 litir 3.800.- Tilboð! Andlitslitir, kremfarði Créme make-up, Grimas, 40 litir, 15 ml 480.- Créme make-up, Grimas, 22 litir, 60 ml 940.- Créme make-up litabox, Grimas, 6 litir, 2 gerðir 1.300.- Créme make-up litabox, Grimas, 12 litir, 3 gerðir 2.300.- Créme make-up litabox, Grimas, 24 litir 4.200.- Supracolor litabox, Kryolan, 12 litir, 3 gerðir 2.200.- Supracolor litabox, Kryolan, 24 litir 4.300- Skoða mynd betur Ódýrar förðunarhandbækurÓdýrar förðunar handbækur frá Grimas og...

Sjá meira

Niðrá bæjum blæs ei vindur…

Það er sennilega fullmikið að segja að ritdeila sé í uppsiglingu en altént hefur Þorgeir Tryggvason sent Eyvindi P. Eiríkssyni svar við grein hans um pólítískt leikhús. "Niðrá bæjum blæs ei vindur, blíð er tíð og góð" Kæri Eyvindur Síðan ég las grein þína daginn sem hún birtist á vefnum hefur mig langað til að svara þér. Og langað til að svara þér ekki. Eða kannski ekki "svara", heldur leggja orð í belg, vera með. Þannig er ég nú einu sinni gerður. Eitt af því sem stóð í vegi fyrir því er að ég er ekki á nógu skýrum öndverðum meiði við þig, og ekki nógu sammála til að skrifa bara: "loksins, loksins!". Við myndum ekki nógu andstæða póla til að almennileg spenna verði á milli. Ég er nefnilega ekki pólverji (afsakaðu orðaleikinn, ég hreinlega stóðst hann ekki). Ég held að ég verði aldrei róttæklingur að neinu leyti, nema á því örlitla sérsviði að berjast fyrir því að óperur séu fluttar á Íslensku fyrir íslendinga, í því máli er ég talibanskur í hugsun, hef myndað mér skoðun sem er hin eina rétta, hlusta ekki á rök og lít á málamiðlanir sem svik. Mér finnast öll mál flókin. Ég kem aldrei auga á neinar einfaldar lausnir. Oftast ekki á neinar lausnir. Öll skýr dæmi kalla á gagndæmi, öll svör vekja spurningar. Þess vegna tek ég aldrei þátt í mótmælum sem...

Sjá meira

Hálf öld að baki

Bjarni Guðmarsson sagnfræðingur hefur setið sveittur við að rita sögu BÍL í tilefni af 50 ára afmæli samtakanna árið 2000. Hann gefur okkur forsmekk að því sem koma skal í skemmtilegum útdrætti. Hálf öld að baki og alltaf batnar það! BÍL 1950-2000 í fáum dráttum Íslensk leiklist í þeirri mynd sem við þekkjum nú á sér ekki ýkja langa sögu. Þó má segja að á síðari hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20. hafi myndast nokkur vísir að skipulegu leiklífi úti um land. Allt var það í höndum áhugamanna, venjulegt fólk lagði frá sér verkfæri sinna daglegu starfa og gekk leiklistargyðjunni á hönd. Eftir aldamótin 1900 vaknaði áhugi manna á að koma á fót ríkisreknu atvinnuleikhúsi í Reykjavík. Það varð að veruleika innan skamms og var Þjóðleikhúsið vígt árið 1950. Með því  opnuðust ýmsar leiðir fyrir áhugaleikfélögin úti um landið og önnur þau félög sem höfðu leiklist á sinni könnu. Í lögum um leikhúsið frá 1947 var ma. ákvæði um að því bæri að vinna að eflingu leiklistar um allt land. Þá munaði ekki minna um að nú var kominn fram allnokkur hópur skólagenginna leikara, sem veitt gat félögunum mikinn stuðning í viðleitni þeirra til að leika.Um þessar mundir hafði verið lyft grettistaki í byggingu samkomuhúsa á Íslandi. Með lögum árið 1947 var félagasamtökum sem vildu ráðast í byggingu félagsheimila léttur róðurinn. Í kjölfarið tóku félagsheimili að rísa...

Sjá meira

Meiri fíflin, þessir Ibsen, Brecht og Fo!

"..leikhúss- og bókmenntafólk… [er] …einfaldlega skíthrætt við allt alvöruróttækt…" Einn þátttakenda í Leikþáttasamkeppninni hefur sent vefnum bréf þar sem hann tjáir sig um stöðu mála í íslenskri leikritun. MEIRI FÍFLIN, ÞESSIR IBSEN, BRECHT OG FO! Sá sem hér setur orð á net sendi eitt lítið örstykki til lénsherrans, í ágæta samkeppni hans. Stykkið var ekki valið í 10-liðið og ekkert við því að segja, ég treysti ekki á það, enda orðinn vanur höfnun á verkum mínum, ekki síst í seinni tíð og þá oftar en ekki augljóslega fyrir róttækni, ádeilu, eins og það hefur jafnvel verið orðað beint. Sum hafa þó fundið náð og jafnvel fengið verðlaun. Um heilasullið í kollinum fóru hins vegar nokkrir hugleiðingastraumnar af þessu tilefni. Aðalpersóna mín hér var "Stelpa" og efnið uppreisn hennar. Merkilegt: Alltaf er verið að tala um að vanti leikrit með fleiri og betri hlutverkum fyrir konur. Mér sýnist þetta vera mestan part orðagjálfur, eins og svo margt í jafnréttisumræðunni. Ég hef beinlínis gert tilraunir í þessa veru. Ég sendi tvö leikrit í útvarpið, annað nær eingöngu með karlmönnum, það var strax tekið og flutt fljótlega. Síðan sendi ég annað, þar sem var nánast jafnt á komið með kynin, það var tekið reyndar og flutt síðar. Í fyrra tóku ágætar konur stykki eftir mig inn á menningarnótt, þar voru aðeins tveir karlmenn, annar að vísu draugur! Nú nú, ég sendi stóru...

Sjá meira

Tvöfaldur Shakespeare

"Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu." Þorgeir Tryggvason hefur skrifað hugleiðingu um Shakespearesýningar vetrarins. Shakespeare tvisvar sinnum Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu. Uppfærslur síðustu ára á verkum karlsins í íslensku atvinnuleikhúsi hafa með örfáum undantekningum einkennst af áreynslukenndum tilraunum til að vinna gegn “hefðinni” (eins og hér hafi einhverntíman verið til Shakespeare-hefð), vanhugsuðum eða illa ígrunduðum leikstjórakonseptum sem gengu ekki upp og pínlegum tilraunum til að gera Shakespeare aðgengilegan án þess að maður hefði á tilfinningunni að aðstandendur sýninganna skildu verkin sem þeim var svo í mun að koma á framfæri. Svo ég dragi nú strax beittustu vígtennurnar úr þessari alhæfingu vil ég nefna tvær vel heppnaðar sýningar þar sem frumleiki leikstjóranna og verkin héldust í hendur frekar en að standa í fangbrögðum. Draumur á Jónsmessunótt  í uppfærslu Guðjóns Pedersen í Nemendaleikhúsinu og Ofviðrið í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar á sama stað. Þessar sýningar sýndu að þetta er hægt. Og nú eru Sumarævintýri og Rómeó og Júlía til marks um að fleiri hafa þetta á valdi sínu en Gíó og Rúnar. Báðar eru...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað