Author: lensherra

Halaleikhópurinn setur upp Pókók

Heildarhugmynd leikrits getur breyst ef einhver af persónunum er látin fá einhverja fötlun. Hvað ef Hamlet væri í hjólastól? Hvað ef óvinurinn í Gullna Hliðinu væri dvergvaxinn, verður hann þá jafn ógnvænlegur? Hvað ef Makki hnífur væri á hækjum? Hvað ef Fílamaðurinn væri ófatlaður, en allir aðrir í leikritinu ættu við einhverja fötlun að stríða? Þessi hugtök og önnur hefur Halaleikhópurinn, leikhópur fatlaðra og ófatlaðra leikið sér að með einum eða öðrum hætti í þrettán ár. Þótt heimsfrægð á Íslandi hafi eitthvað látið á sér standa hefur hópurinn á þessum tíma sett upp hvert stórverkið á fætur öðru í þeirra litla og notalega húsnæði í Hátúni 12. Má þar nefna leikrit eins og Túskildingsóperuna eftir Berthold Brecht sem Þjóðleikhúsið er að sýna um þessar mundir, Kirsuberjagarðinn eftir Anton Chekhov, Gullna Hliðið eftir Davíð Stefánsson og Aurasálina eftir Moliére. Auk þess að hafa frumsýnt þrjú splunkuný íslensk leikrit, þá oftast samin með leikhópinn í huga. Sá sem er svo heppinn að fá að taka þátt í leiklist og í því ferli sem það felur í sér kemst ekki hjá því að líta í eigin barm og velta því fyrir sér hver hann er. Til þess að geta skapað og túlkað persónu þarf einstaklingurinn að geta sett sig í spor annarra, tjáð gleði, sorg o.s.frv. Leiklistin er ekki eingöngu leikari á sviði heldur einnig hópurinn sem vinnur að sameiginlegu markmiði þar...

Sjá meira

Belgíska Kongó tekið upp

Belgíska Kongó eftir Braga Ólafsson gekk fyrir  fullu húsi í Borgarleikhúsinu 2 leikár í röð. Vegna fjölda áskoranna hefur nú verið ákveðið að taka verkið aftur upp e. áramót. Fyrsta sýning verður 7. janúar.  Eggert Þorleifsson hlaut Grímuverðlaunin fyrir bestan leik í aðalhlutverki karla vorið 2004 fyrir túlkun sína á hinni fjörgömlu Rósalind. Bankastarfsmaðurinn Rósar og amma hans Rósalind hafa ekki talast við í sjö ár.  Einn daginn ákveður Rósar að það sé orðið tímabært að sættast og fá hin gömlu og tilefnislaustu leiðindi út úr heiminum.  En það á eftir að koma í ljós hvort jafn óskylt/ólíkt fólk og skyldmennin sem um ræðir hafi nokkuð hvort við annað að segja. Auk Eggerts leika í sýningunni: Ilmur Kristjánsdóttir, Ellert A. Ingimundarson og Davíð...

Sjá meira

Norrænu leikskáldaverðlaunin 2006

Leiklistarsamband Íslands-ITI hefur tilnefnt Jón Atla Jónasson, leikskáld, til Norrænu leikskáldaverðlaunanna 2006, fyrir leikverkið BRIM sem sýnt var af Vesturporti. Í dómnefnd fyrir hönd Leiklistarsambandsins sátu þau Sveinbjörn I. Baldvinsson leikskáld, Steinunn Knútsdóttir leikstjóri og Silja Aðalsteinsdóttir bókmenntafræðingur.   Í umsögn þeirra segir: "Leikritið BRIM stendur föstum fótum í séríslenskum veruleika um leið og það bregður upp sammannlegri mynd af hlutskipti manneskjunnar hvar sem er og hvenær sem er. Sú mynd er í formi dramatískrar fléttu áhrifaríkra frásagna af örlögum nokkurra manna sem eiga sameiginlegt að eyða mestum hluta lífs síns í sjálfvalinni einangrun á fiskiskipi. Við fylgjumst með samskiptum þeirra, en framvindan er brotin upp við og við þegar þeir stíga út af sviðinu og leyfa okkur að skyggnast í huga sinn. Án þess að segja nokkurn tíma of mikið, eða hlaða að óþörfu undir blóðhráan textann með nærtækum leikhúsmeðölum, fær sjaldgæfur slagkraftur einlægninnar og meðlíðaninnar með manneskjunni í heiminum að njóta sín, kraumandi heitur og nístandi kaldur."   Til Norrænu leikskáldaverðlaunanna var stofnað af Norræna leiklistarsambandinu og voru þau veitt í fyrsta sinn 1992 þegar norrænir leiklistardagar voru haldnir á Íslandi. Þá hlaut verðlaunin Hrafnhildur Hagalín þau fyrir leikrit sitt Ég er Meistarinn. Þau hafa ekki hlotnast íslensku leikskáldi síðan. Verðlaunin hafa verið veitt á tveggja ára fresti, þegar Norrænir leiklistardagar eru haldnir til skiptis á norðurlöndunum. Norrænu leikskáldaverðlaunin verða veitt á Norrænu leiklistardögum sem haldnir verða...

Sjá meira

Eldhús eftir máli

Eldhús eftir máli – Hversdaglegar hryllingssögur eftir Völu Þórsdóttur sem byggir á nokkrum smásögum Svövu Jakobsdóttur verður frumsýnt á Smíðaverkstæðinu 29. desember nk. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Svava Jakobsdóttir hafði með skáldsögum sínum, smásögum og leikritum mikil áhrif á íslenskt menningarlíf og samfélag á ofanverðri tuttugustu öld, en með verkum sínum miðlaði hún meðal annars skarpri sýn á stöðu konunnar í samfélaginu. Með sýningunni Eldhús eftir máli hyggst Þjóðleikhúsið heiðra minningu Svövu. Hún hefði orðið 75 ára í ár, en lést á síðasta ári. Þjóðeikhúsið réð Völu Þórsdóttur til að skrifa leikverk sem byggir á nokkrum af þekktustu smásögum Svövu og titillinn vísar til einnar þeirra. Einnig liggja smásögurnar Gefið hvort öðru, Saga handa börnum, Krabbadýr, brúðkaup, andlát og Veisla undir grjótvegg leikverkinu til grundvallar. Ekki er um eiginlega leikgerð að ræða, heldur er leikverkið innblásið af sagnaheimi Svövu Jakobsdóttur. Verkið ber undirtitilinn Hversdagslegar hryllingssögur og mun sýningin meðal annars mótast af frásagnarmáta sem Vala Þórsdóttir og Ágústa Skúladóttir, leikstjóri verksins, hafa þróað í sameiningu í ýmsum uppfærslum sem þær hafa unnið að hér á landi og í Bretlandi. Vala Þórsdóttir hefur unnið jöfnum höndum sem leikkona og leikskáld. Hún lauk námi í leiklist við Bretton Hall listaháskólann í Leeds árið 1995 og hefur sótt ýmis námskeið í leiklist og leikritun, auk þess sem hún lærði kvikmyndahandritsgerð hjá North By North West í Danmörku. Vala hefur meðal annars skrifað...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur