Fyrsti samlestur á nýju barnaleikriti sem Leikfélag Hafnarfjarðar hyggst setja á fjalirnar í mars nk. verður haldinn í húsnæði Leikfélags Hafnarfjarðar, í gamla Lækjarskóla við Skólabraut í Hafnarfirði þriðjudaginn 10. janúar kl. 20:00. Leikstjóri verksins er Ármann Guðmundsson. Mæting er öllum opinn og vill leikfélagið hvetja alla þá sem áhuga hafa á leiklist, tónlist, búningagerð, sviðsmyndasmíð eða góðum félagsskap að mæta og taka þátt í þessu ævintýri með okkur.
Leikritið sem sett verður á svið er unnið upp úr barnabók eftir Ole Lund Kirkegaard og heitir á frummálinu Hodja fra Pjort. Bókin hefur verið komið út undir nafninu Hodja og Töfrateppið í íslenskri þýðingu. Hér er um stórskemmtilegan efnivið að ræða og stefnir í hrífandi og skemmtilega barnasýningu.