Image

Ákveðið hefur verið að opna Leiklistarspjallið að nýju óskráðum notendum. Þegar skipt var um vefumsjónarkerfi síðastliðið haust var ákveðið að krefjast skráningar notenda. Þessi breyting hefur því miður gert það að verkum að þátttaka í spjallinu hefur stórminnkað og því hefur eins og  áður er sagt, verið ákveðið að hafa það öllum opið. Eftir sem áður geta notendur nýtt sér kosti skráningar sem t.d. fela í sér að ný innlegg eru sérstaklega merkt og einnig er hægt að gerast áskrifandi að áhugaverðum þráðum. 

Einnig virðist sem sumir notendur geri sér ekki grein fyrir ýmsum möguleikum sem í boði eru. Sem dæmi er hægt að skipta á milli þess að sýna spjallþræði annarsvegar sem tré og hinsvegar sem lista. Einnig má velja um að sýna elstu eða yngstu innlegg fyrst auk ýmissa annarra möguleika. Lesendur eru hvattir til að prófa sig áfram með þá möguleika sem í boði eru.