Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit
Freyvangsleikhúsið Höfundur og leiksstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir Höfundur tónlistar: Eirikur Bóasson Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir barnajólaleikritið Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit. Leikritið er samið af heimakonunni Jóhönnu Ingólfsdóttur en hún tekur hinar þekktu persónur A.A.Milne og blandar þeim saman við íslenskar þjóðsagnaverur. Leikritið fjallar um Bangsimon og Grísling sem komnir eru til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana af því að þeir höfðu heyrt að þeir væru 13 talsins. Á leiðinni upp í fjöll rekast þeir á afturgöngu, álf, jólaköttinn og svo loks Stúf og reyna að fá aðstoð þeirra til að finna alla jólasveinana með frekar misjöfnum...
Sjá meira


