Author: lensherra

Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit

Freyvangsleikhúsið Höfundur og leiksstjóri: Jóhanna Ingólfsdóttir Höfundur tónlistar: Eirikur Bóasson Freyvangsleikhúsið sýnir um þessar mundir barnajólaleikritið Bangsimon og Gríslingur í jólasveinaleit. Leikritið er samið af heimakonunni Jóhönnu Ingólfsdóttur en hún tekur hinar þekktu persónur A.A.Milne og blandar þeim saman við íslenskar þjóðsagnaverur. Leikritið fjallar um Bangsimon og Grísling sem komnir eru til Íslands til þess að finna íslensku jólasveinana af því að þeir höfðu heyrt að þeir væru 13 talsins. Á leiðinni upp í fjöll rekast þeir á afturgöngu, álf, jólaköttinn og svo loks Stúf og reyna að fá aðstoð þeirra til að finna alla jólasveinana með frekar misjöfnum...

Sjá meira

Maður í mislitum sokkum – síðustu sýningar

Leikfélag A-Eyfellinga hefur undanfarið sýnt leikritið Maður í mislitum sokkum eftir Arnmund Backman. Síðustu sýningar verða 1. des. kl. 20.00 og tvær sýningar verða 3. des. kl. 15.00 og kl. 20.00. Sýnt er á Heimalandi Vestur-Eyjafjöllum. Leikritið fjallar um Steindóru, einmana ekkju, sem býr í blokk ásamt fleiri eldri borgurum. Hún rekst óvænt á ókunnan mann í bílnum sínum einn daginn þegar hún kemur úr búðinni. Hann er kaldur, hrakinn og illa áttaður, veit ekki hvaðan hann kom, eða hvert hann er að fara. Hún tekur hann heim með sér til að hlúa að honum, og þá hefst atburðarrás, sem...

Sjá meira

Bróðir minn Ljónshjarta hjá Leikfélagi Hörgdæla

Leikfélag Hörgdæla hefur ákveðið að setja upp leikritið Bróður minn Ljónshjarta í leikstjórn Kolbrúnar Lilju Guðnadóttur og stefnt er að því að frumsýna í mars. Leikfélagið ætlar að vera með vinnustofur fyrir Bróður minn Ljónshjarta. Vinnustofurnar munu fara fram fimmtudaginn 30. nóvember frá kl. 20:00 fyrir allan aldur og síðan sunnudaginn 3. desember frá 15:00-18:00 sem eru ætlaðar eru fyrir 10-16 ára. Skráning í vinnustofurnar fara fram á heimasíðu leikfélagsins, leikhorg.is. Það hefur lengi verið áhugi fyrir því innan félagsins að setja þetta verk upp og nú er loksins komið að því. Bróðir minn Ljónshjarta er eftir Astrid Lindgren....

Sjá meira

Lokað fim-fös í Þjónustumiðstöð

Lokað verður í Þjónustumiðstöð og Leikhúsbúðinni fim. 23. og fös. 24. nóvember. Erindum í tölvupósti á info@leiklist.is verður þó svarað eins og kostur er. Hægt er að panta vörur í vefverslun og verða þær sendar eftir...

Sjá meira

Leikfélagið Lauga sýnir Bréf frá Önnu

Leikfélagið Lauga frumsýndi leikritið Bréf frá Önnu, í félagsheimilinu Klifi þann 17. nóvember síðastliðinn. Þetta er önnur leiksýningin sem félagið setur upp en það var stofnað á síðasta ári. Fyrsta sýning félagsins var farsinn Sex í sama rúmi og var hún afar vel heppnuð. Að þessu sinni var ákveðið að fara í allt aðra átt í verkefnavali og fyrir valinu varð Bréf frá Önnu,  sakamálaleikrit af gamla skólanum.þar sem áhorfendur eru alla sýninguna að reyna að komast að því hver morðinginn er. Verkið er því afar spennandi en um leið er losað reglulega um hláturtaugarnar. Það eru margar hendur...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur