Alls hafa um 6000 manns sótt viðburði í Tjarnarbíó síðan það opnaði 1. október á þessu ári eftir gagngerar endurbætur Reykjavíkurborgar. Það eru Sjálfstæðu leikhúsin – SL, sem reka húsnæðið fyrir hönd borgarinnar. Boðið hefur verið upp á fjölbreytta listviðburði s.s. tónleika, dans,- og leiksýningar, fyrirlestra og kvikmyndasýningar. Einnig hafa alþjóðlegar hátiðir verið haldnar í Tjarnarbíó á þessu tímabili og má þar m.a. nefna Keðju, RIFF, Airwaves og TING.
Unglist var með fjölbreytta dagskrá í október en ókeypis var inn á alla viðburði hátíðarinnar. Það er ljóst að þessi fjölnota salur er að laða til sín fjölbreytta viðburði sem vekja áhuga almennings. Framundan er spennandi dagskrá í lok nóvember og byrjun desember en um næstu helgi mætir Ævintýrið um Augastein aftur á svið í Tjarnarbíó en sýninginn var frumsýnd þar fyrir nokkrum árum. Nú þegar er uppselt á síðari sýninguna um Augastein um næstu helgi. Snuðra og Tuðra mæta með Jólarósirnar sínar helgina á eftir en svo ætlar Augasteinn að snúa til baka úr leikferð til Bretlands og sýna næstu tvær helgar á eftir.
Mojito, nýtt leikrit eftir Jóna Atla heldur áfram út desember en verkið hefur hlotið einróma lof gagnrýnanda. Jónas Sig heldur tónleika 7. desember en einnig Ólafi Arnalds 16. og Seabear 19. desember. Sudden Weather Change verður svo með tónleika 27. desember. Nemendasýningar JBS og Ballettskóla Eddu Scheving verða líka á ferðinni í byrjun desember. Milli jóla og nýjárs mætir svo Sveppi með sýninguna sína Algjör Sveppi – dagur í lífi stráks en það eru allra síðustu sýningar á verkinu. Það ættu því allir að finna eitthvað við sitt hæfi í Tjarnarbíó á næstunni. Nánari upplýsingar um viðburði eru á www.tjarnarbio.is
Að lokum má geta þess að kaffihúsð Majones mun svo opna í byrjun desember en þar verður boðið upp á létta rétti alla daga. Einnig verður boðið upp á kakó og spennandi kræsingar fyrir fjölskylduna á sunnudögum.
{mos_fb_discuss:3}