Mánudaginn 7. apríl kl. 20 mun Rúnar Guðbrandsson ræða mismunandi hugmyndir um hlutverk og aðferðafræði leikstjórans í gegnum söguna. Hann fer í gegnum strauma og stefnur sem hafa haft mótandi áhrif á leikhús vesturlanda og veltir fyrir sér stöðu leikstjórans í íslensku leikhúsi. Hann hefur boðið með sér nokkrum sviðslistamönnum sem munu tala um kynni sín af ólíkum leikstjórnaraðferðum. Fyrirlesturinn verður á Kaffi Sólon, Bankastræti 7a, 2. hæð

Vorfyrirlestrar Leiklistarsambands Íslands og Leiklistardeild Listaháskóla Íslands, taka á hlutverki, aðferðum og fagurfræði sviðslistanna og eru öllum opnir, jafnt fagfólki sem áhugafólki um sviðslistir. 
 
Mánudaginn 14. apríl mun Rafael Bianciotto leikstjóri, sem nú vinnur að uppsetningu trúðasýningar fyrir fullorðna í Borgarleikhúsinu,  tala um vinnu sína, aðferðir og áherslur. Mánudaginn 21. apríl munu Aino Freyja Järvele velta upp ögrandi spurningum um starf sjálfstæðra leikhópa.
 
Fyrirlestrarnir halda áfram fram eftir vori.

{mos_fb_discuss:3}