Leikhúsbúðin selur úrvals förðunarvörur sem þú færð hvergi annars staðar á Íslandi. Hér eru nokkur dæmi:

Vatnslitirnir frá Grimas eru landsfrægir fyrir gæði, þeir fást í yfir 50 litum og þremur stærðum. Þeir fást líka í 6, 12 og 24 lita boxum, bæði mattir og glansandi.

Fljótandi latex fæst í 100 ml., 500 ml. og 1.000 ml. flöskum. Einnig fæst úrval af vaxi, silicone og Gel Foam sem vinsælt er til gervagerðar. Húðlím, Collodium, Sealer, tannlakk, skallahettur – allt er þetta vinsælt og ómissandi á stundum.

Gerviblóð í miklu úrvali; fljótandi blóð frá Kryolan og Grimas, blóð paste, sultublóð (Fresh Scratch)augnblóð, innvortis blóð, blóðhylki, blóðpúður o.fl.

Ýmiss konar farði; Supracolor litahjól, T.V. paint Stick, Grimas Cream Make-up, Aquacolor Softcream, Augnskuggabox, Hyljarar, U.V. Dayglow litabox o.fl.

Sugar Skull Kit og Zombie Kit – þarna færðu allt sem þarf í einum poka á frábæru verði!

Meðfylgjandi myndir eru af Hrekkjavökuförðun sem Rannveig Óladóttir á Selfossi gerði á sjálfa sig með vatnslitunum frá Grimas. 

hrekkjavaka4

hrekkjavaka3