Leikfélag Akureyrar ýtir nú úr vör leiklestraröð, þar sem leikarar hjá LA munu leiklesa ýmis leikverk og er hugmyndin er að gera þetta að föstum lið, eitt kvöld í mánuði fram í júní. Leiklestrarnir munu hafa mismunandi yfirskrift eða þema og verða ýmist leiklesin heil verk eða kaflar úr verkum. Nemendur í Tónlistarskólanum á Akureyri munu koma fram og leika tónlist í anda verkanna sem leiklesin verða. Fyrsti leiklesturinn verður miðvikudaginn 3. febrúar í Samkomuhúsinu og hefst kl. 21.00.

Þá verða á dagskrá brot úr fjórum einleikjum:
Þráinn Karlsson – Gamli maðurinn og kvenmannsleysið eftir Böðvar Guðmundsson
Björn Ingi Hilmarsson – 1000 eyja sósan eftir Hallgrím Helgason
María Þórðardóttir – Minning dóttur minnar eftir Ingibjörgu Hjartardóttur
Þóra Karitas Árnadóttir – Dónalega dúkkan eftir Dario Fo & Franca Rame

Aðgangseyrir er 1.500 krónur.

{mos_fb_discuss:2}