Fimmtudagskvöldið 2. des. nk. kl. 20.30 mun uppistandsgengið HJÓLASTÓLASVEITIN tröllríða Gaflaraleikhúsinu og flytja frumsamið grínefni. Fjórir fjörugir uppistandarar – þrír í stólum og einn á skrikkjandi fótum!

Tilveran verður skoðuð á spaugilegan hátt þar sem sumir standa í stað, aðrir rúlla áfram um grænar grundir í Finnskum Dal með Perkúlahjónin á bakinu.

Hjólastólasveitina skipa að þessu sinni Örn Sigurðsson, Guðríður Ólafsdóttir, Leifur Leifsson og nýjasti meðlimurinn er Elva Dögg Gunnarsdóttir, sem stígur sín fyrstu spor með sveitinni þetta kvöld.

Kynnir er Ágústa Skúladóttir.

Húsið opnar kl. 20.00. Miðaverð er 1000 kr. 
Léttar veitingar seldar í anddyri.

Miðapantanir í síma 695 3631

Gaflaraleikhúsið, Strandgötu 50, Hafnarfirði