Á Höfn í Hornafirði standa yfir æfingar á leikverkinu Ronja Ræningjadóttir eftir Astrid Lindgren. Leikstjóri er Stefán Sturla Sigurjónsson.
Leikverkið er sett upp í samstarfi Leikfélags Hornafjarðar, Leikhóps FAS og Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu.
Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu (FAS) hefur nýverið bætt við Lista- og menningarsviði við skólann og unnu nemendur á þeirri braut hugmyndavinnu, skilgreiningarvinnu og handrit leikverksins. Margir nemendur Lista- og menningarsviðs FAS leika í verkinu. Stefán Sturla leikstjóri hafði umsjón með vinnu nemenda og frágang handrits.
Frumsýningadagur er 3. mars 2018.