Borgarleikhúsið kynnir leikárið 2014-2015 með glæsilegu blaði sem kom út í vikunni. Kortasalan hófst í gærmorgun. Dagskrá vetrarins er fjölbreytt og má þar sjá allt frá erlendum gömlum klassískum verkum til glænýrra íslenskra verka sem voru skrifuð sérstaklega fyrir Leikfélag Reykjavíkur. Aðsókn í Borgarleikhúsið hefur aukist jafnt og þétt á síðustu árum og er meiri en nokkru sinni fyrr í sögu íslensks leikhúss. Fjöldi kortagesta hefur margfaldast og hafa þeir aldrei verið fleiri.

Sýningar leikársins 2014-15:

Stóra sviðið
Á stóra sviðið mætir sjálf Lína Langsokkur um miðjan September þar sem Lína er leikin af Ágústu Evu og leikstýrt af Ágústu Skúladóttir. Lína er réttsýnn prakkari sem öll börn elska.
Danssýningin Reið verður frumsýnd laugardaginn 30.ágúst. Þar skoða þær Sveinbjörg Þórhallsdóttir og Steinunn Ketilsdóttir muninn á konum og hryssum.
Gullna hliðið
Beint í æð
Skálmöld
Dúkkuheimili
Billy Elliot

Nýja sviðið
Gaukar
Er ekki nóg að elska?
Jólahátíð Skoppu og Skrítlu

Litla Sviðið
Kenneth
Hamlet litli
Ekki hætta að anda   
Hystory
Peggy Pickit
Bláskjár
Jesús litli

Um allt hús
Flækjur

Borgarleikhúsblaðið má skoða hér
Nánari upplýsingar á www.borgarleikhus.is