Leikfélag Hólmavíkur frumsýnir Þið munið hann Jörund 24. mars næstkomandi í Félagsheimilinu á Hólmavík. Leikstjóri er Skúli Gautason, en hann hefur leikstýrt tveimur uppsetningum hjá leikfélaginu áður, Sex í sveit og Tobacco Road. Æfingar hafa gengið vel.
Þó létu leikarar sig ekki muna um að eyða einni nótt á æfingatímabilinu uppi á Steingrímsfjarðarheiði. Þar voru þeir að að leika aukahlutverk í þýsku heimildamyndinni Nóttin langa (Die Längste Nacht) sem tekin var að hluta þar um slóðir. Annríki hjá leikurum fyrir vestan.
Verkið verður að mestu sýnt í Félagsheimilinu á Hólmavík, en minna verður um leikferðir í þetta sinn en títt er um þetta leikfélag vegna þess hve umgjörð sýningar er umfangsmikil. Þó ætla Hólmvíkingar ekki alfarið að sitja heima, því ætlunin er að sýna eina sýningu á Bolungarvík.
Frumsýning 24. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 20:30
2. sýning 25. mars í Félagsheimilinu á Hólmavík kl. 15.00
3. sýning 6. apríl í Víkurbæ Bolungarvík kl. 20:00
4. sýning 8. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
5. sýning 21. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
6. sýning 22. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
7. sýning 28. apríl í Félagsheimilinu Hólmavík kl. 20:30
{mos_fb_discuss:2}