Örverk um Ágúst eins og hann leggur sig

Örverk um Ágúst eins og hann leggur sig

Áhugaleikhús atvinnumanna sýnir áttunda örverkið af 12 um áráttur, kenndir og kenjar, fimmtudaginn 26. ágúst kl. 12.30 í Útgerð Hugmyndahúss háskólanna. Verkið, sem heitir Örverk um Ágúst eins og hann leggur sig, er sýnt í beinni útsendingu á veraldarvefnum á slóðinni www.herbergi408.is en þar er jafnframt hægt að skoða fyrri verk úr örverkaröðinni. Leikstjóri er Steinun Knútsdóttir.

Örverkin 12 taka á áráttum, kenndum og kenjum sem hafa áhrif á mannlega tilvist í Reykjavík 2010 og eru kennd eftir þeim mánuði sem þau eru flutt í. Viðfang verkanna ræðst af því sem hrærist í samtímanum og hefur áhrif á líf okkar. Leikarar eru Aðalbjörg Árnadóttir, Árni Pétur Guðjónsson, Hannes Óli Ágústsson, Orri Huginn Ágústsson og Sveinn Ólafur Gunnarsson.

Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur atvinnufólks í sviðslistum sem hefur áhuga á frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Leikhúsið lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Markmiðið með starfinu er að að skapa framsækin og áleitin sviðslistaverk sem í eðli sínu eru samtal við áhorfendur og eru óháð markaðsöflum. Leikhúsið vill ekki fara í viðskiptasamband við áhorfendur sína og býður þess vegna áhorfendum í samtal án endurgjalds og þiggur ekki aðgangseyri á sýningar sínar.
Listamenn leikhússins fengu úthlutað listamannalaunum fyrir árið 2010 og eru styrkt af Reykjavíkurborg.

Bein útsending: Hákon Már Oddson ásamt útskriftarnemum Lista og fjölmiðlasviðs Borgarholtsskóla.

{mos_fb_discuss:2}

0 Slökkt á athugasemdum við Örverk um Ágúst eins og hann leggur sig 266 25 ágúst, 2010 Allar fréttir ágúst 25, 2010

Áskrift að Vikupósti

Karfa