Enn eru laus pláss á námskeiðin í Leiklistarskóla Bandalagsins sem haldinn verður að Húnavöllum í A-Húnasvatnssýslu dagana 11.-19. júní. Námskeiðin sem boðið verður upp á eru leikstjórn II sem Sigrún Valbergsdóttir kennir, leiklist II sem Ágústa Skúladóttir kennir og leiklist fyrir reynda áhugaleikara sem Steinunn Knútsdóttir kennir. Frestur til að skrá sig er til 15. apríl. Nánari upplýsingar um námskeiðin má sjá hér.

{mos_fb_discuss:3}