Föstudaginn 7. apríl frumsýnir Leikfélag Dalvíkur gamanleikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri uppfærslunnar er Akureyringurinn Sunna Borg. Sunnu þekkja flestir fyrir störf sín hjá LA, en í gegnum tíðina hefur hún leikið þar hjá félaginu fjölda eftirminnilegra hlutverka, haldið námskeið og leikstýrt. Þetta er í fyrsta sinn er Sunna leikstýrir hjá Leikfélagi Dalvíkur. blessad2.jpgFöstudaginn 7. apríl frumsýnir Leikfélag Dalvíkur gamanleikritið Blessað barnalán eftir Kjartan Ragnarsson. Leikstjóri uppfærslunnar er Akureyringurinn Sunna Borg. Sunnu þekkja flestir fyrir störf sín hjá LA, en í gegnum tíðina hefur hún leikið þar hjá félaginu fjölda eftirminnilegra hlutverka, haldið námskeið og leikstýrt. Þetta er í fyrsta sinn er Sunna leikstýrir hjá Leikfélagi Dalvíkur.

Blessað barnalán er virkilega fjörugur farsi með hurðaskellum, misskilningi og óvæntum uppákomum. Verkið segir frá aldraðri konu sem býr með dóttur sinni austur á landi. Sú gamla á reyndar fleiri börn, en þau búa víðs fjarri og eru afar löt við að heimsækja móður sína. Dóttirin bregður á það ráð að sviðsetja dauða móðurinnar, til að fá systkinin heim. Þau birtast svo til að vera við jarðarför kerlingar og skipta á milli sín arfinum. Presturinn á staðnum er nauðbeygður til að taka þátt í látalátunum og prestfrúin kemur við sögu, líka læknirinn í þorpinu, heimilisaðstoðin og meira að segja ferðamaður kemur þarna til styttri dvalar. Verk þetta var fyrst tekið til sýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur árið 1977 og hefur síðan verið sýnt víða um land við miklar vinsældir.

blessad3.jpgLeikarar í sýningunni eru Jóhann Magnússon, Dagbjört Sigurpálsdóttir, Eydís Jónsdóttir, Freydís Antonsdóttir, Dana Jóna Sveinsdóttir Arnar Símonarson, Sólveig Rögnvaldsdóttir, Friðrik Sigurðsson, Sigurbjörn Hjörleifsson, Jenný Heiðarsdóttir og Kristín Stefánsdóttir. Það má til gamans geta þess að 5 leikaranna eru að stíga nú sín fyrstu skref á fjölum LD. Þá kemur fjöldi fólks að uppsetningunni með einum eða öðrum hætti s.s. við ljós, hljóð, sviðsbúnað, hár, förðun, búninga, saumaskap og fleira.

Fyrirhugaðar eru 13 sýningar á Blessuðu barnaláni út apríl og miðaverð er kr. 2.200. Sýnt er í Ungó og hefjast sýningar kl. 20:30. Miðapantanir eru í síma Leikfélagsins 868 9706.