Eftir gagngerar endurbætur Reykjavíkurborgar mun Tjarnarbíó opna aftur 1. október nk. en til stóð að loka húsnæðinu fyrir fimm árum vegna slæms ástands. Sjálfstæðu leikhúsin – SL hafa séð um reksturinn í nærri 20 ár fyrir borgina og munu halda því áfram. Eftir stefnumótunarvinnu hjá SL 2003 var ákveðið að gera úttekt á húsnæðinu og koma með tillögur að endurbótum til borgarinnar.

Markmið SL með tillögunum að á endurbótum í Tjarnarbíó var að skapa aðstöðu fyrir sjálfstæða atvinnuleikhópa, tónlistar,- og kvikmyndagerðarfólk þar sem þeim gefst tækifæri, rými og frelsi til listsköpunar. Mikilvægt væri að gefa menntuðum listamönnum færi á að koma list sinni á framfæri í boðlegu rými. Árið 2008 samþykkti svo borgarráði að ráðast í endurbæturnar og bæta þannig alla aðstöðu fyrir þessar listgreinar. Stefnt era ð því að vera með framsæknar nýjungar í sviðslistum og tónlist auk fjölbreyttra kvikmyndasýninga.

Tjarnarbíó mun verða lifandi miðstöð þar sem framtíðarmótun í íslenskri list getur átt sér stað. Með nýju og endurbættu Tjarnarbíó verður stór breyting á aðstöðu til móttöku gesta en nú hefur verið reist glæsilegt annddyri þar sem rekið verður kaffihús og miðasala sem verður opið alla daga. Á dögunum var auglýst eftir viðburðum fyrir næsta vetur ásamt starfsfólki og rekstrar aðila fyrir kaffhúsið. Umsóknarfrestur rennur úr nk. sunnudag 5. september. Í kjölfarið verður síðan gefin út dagskrá fyrir næsta vetur. Einnig mun heimasíðan www.tjarnarbio.is opna 15. september en þar verður hægt að kaupa miða og nálgast upplýsingar um viðburði.

{mos_fb_discuss:3}