Þórbergur í Tjarnarbíói

Þórbergur í Tjarnarbíói

Leikhópurinn Edda Productions frumsýnir nýtt leikverk um einn ástsælasta rithöfund þjóðarinnar,  Þórberg Þórðarson í Tjarnarbíó 23. febrúar nk. Leikgerðin er unnin af hópnum upp úr viðtalsbókinni, Í kompaníi við allífið og Bréf til Sólu ásamt fleiri bókum. Skyggnst er inn í líf, leyndarmál og skáldskap Þórbergs. Við kynnumst ritlist snillingsins, hugarflugi skáldsins, dulspeki draumhugans og hlátri humoristans og ferðumst með honum í gegnum tíma og rúm og fræðumst um tilveruna og allífið. 

Leikstjóri: Edda Björg Eyjólfsdóttir. 
Með hlutverk fara þau; Birna Rún Eiríksdóttir, Friðrik Friðriksson, María Heba Þorkelsdóttir og Sveinn Ólafur Gunnarsson.
Tónlist og hljóðmynd: Stefán Már Magnússon.
Leikmyndahönnun: Stígur Steinþórsson.
Búningahönnun:  María Th. Ólafsdóttir.
Ljósahönnun: Kjartan Darri Kristjánsson.
Ljósmyndir: Egill Gunnlaugsson 

Hópurinn naut aðstoðar og visku rithöfundarins Péturs Gunnarssonar við mótun leikgerðar.

0 Slökkt á athugasemdum við Þórbergur í Tjarnarbíói 632 09 febrúar, 2017 Allar fréttir, Vikupóstur febrúar 9, 2017

Áskrift að Vikupósti

Karfa