Leikfélag Selfoss stendur fyrir námskeiði í leikritun nú í janúar. Leiðbeinandi er Karl Ágúst Úlfsson en námskeiðið er ætlað byrjendum og lengra komnum. Fjallað verður um listina að segja sögu á sviði, helstu hugtök í leikritun, svo sem persónusköpun, uppbyggingu og framvindu. Nemendur kynnast aðferðum leikskáldsins og ráðum til að ná flæði í vinnu og texta. Unnið verður með stutt leikrit, 5-10 bls., með upphafi, miðju og endi. Einnig verður drepið á helstu skólum og kenningum í leikritun.
Karl Ágúst lauk meistaragráðu í leikritun og handritagerð í Bandaríkjunum árið 1994. Síðan hefur hann sent frá sér fjölda verka fyrir leiksvið, útvarp, sjónvarp og kvikmyndir, en auk þess kennt skapandi skrif við Leiklistarskóla Bandalags Íslenskra leikfélaga, Leiklistarskóla Færeyja, Listaháskóla Íslands, Háskóla Íslands, Endurmenntunarstofnun og Mesa State College í Colorado.
Námskeiðið verður haldið í Litla leikhúsinu við Sigtún á eftirfarandi tímum:
Þri 19. jan. kl. 19:00-21:00
Fim 21. jan. kl. 19:00-21:00
Lau 23. jan. kl. 11:00-14:00
Sun 24. jan. kl. 11:00-14:00
Þri 26. jan. kl. 19:00-21:00
Fim 27. jan. kl. 19:00-21:00
Lau 30. jan kl. 11:00-14:00
Sun 31. jan. kl. 11:00-14:00
A.T.H. takmarkaður skráningafjöldi!
Sökum sóttvarnareglna munu einungis 18 komast að. Þátttakendur eru beðnir um að koma með tölvu með sér. Námskeiðsverð er 10.000 kr.
Vert er að athuga að ýmis stéttarfélög bjóða upp á styrk fyrir þátttöku í ýmsum námskeiðum.
Skráning fer fram á netfanginu leikfelagselfoss@leikfelagselfoss.is.