Leikfélagið Sýnir heldur aðalfund laugardaginn 16. september 2006 í Hjáleigu Leikfélags Kópavogs, Fannborg 2, Kópavogi. Fundurinn hefst klukkan 13:00.

Dagskrá: Hefðbundin aðalfundastörf og önnur mál.

Kosið verður í stjórn, farið yfir starf síðustu tveggja ára og farið yfir fjármálin.
Auk þess verður starfið framundan rætt.

Mikilvægt er að félagsmenn mæti til þess að tjá sig um starf félagsins.
Allar nýjar tillögur eru mjög vel þegnar.

Leikfélagið Sýnir var stofnað af nemendum úr Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga árið 1997 og starfar á landsvísu, aðallega á sumrin. Allir sem áhuga hafa geta gerst félagar.
Nýir félagar velkomnir á aðalfund.

Stjórnin