Leynist skáld í þér?

Leynist skáld í þér?

Freyvangsleikhúsið heldur opna handritasamkeppni fyrir leikskáld af öllum stærðum og gerðum. Leikritið sem verður fyrir valinu verður sett upp á fjölum Freyvangsleikhússins í byrjun árs 2020.
Það sem þú þarft að gera til að taka þátt:
– Skrifa leikrit í fullri lengd
– Merkja handritið með dulnefni
– Setja alvöru nafnið þitt og símanúmer í lítið umslag merkt titli leikritsins
– Prenta út handritið og setja það ásamt litla umslaginu saman í stærra umslag.
Senda skal handritið á eftirfarandi heimilisfang:
Stjórn Freyvangsleikhússins
Eyrarlandsvegi 12
600 Akureyri
Skilafrestur er til 10. október 2019.
Eingöngu frumsamin verk í fullri lengd koma til greina til sýningar.
Freyvangsleikhúsið áskilur sér rétt til að velja og hafna hvaða handriti sem er.
0 Slökkt á athugasemdum við Leynist skáld í þér? 256 02 maí, 2019 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur maí 2, 2019
Admin notice: (?)
Image banner widget selected to be displayed on Show on all categories. Homepage view is disabled on advanced settings. You can change display options under Advanced settings on widget panel.

Áskrift að Vikupósti

Karfa