Halaleikhópurinn fékk góðan gest á sýningu á Obbosí, eldgos um helgina. Sjálfur Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson kom á sýningu og skemmti sér, ja ef ekki konunglega þá a.m.k. forsetalega. Ákveðið hefur verið að bæta við sýningu vegna góðrar aðsóknar og verður hún sunnudaginn 19. mars kl. 17.00.

Miðasala er í síma 897 5007 og midi@halaleikhopurinn.is.  Miðaverð 3000 kr. Nánari upplýsingar um sýninguna á vef Halaleikhópsins.

Forsetinn stillti sér upp í myndatöku með leikhópnum að lokinni sýningu.