Löngu tímabær uppfærsla á Leiklistarvefnum er loks komin til framkvæmda. Uppfærslunni fylgja eðlilega töluverðar breytingar og einnig ýmsar nýjungar. Helsta nýjungin er opnun Leikhúsbúðarinnar, vefverslunar með ítarlegri og betri upplýsingum um leikhúsvörur af ýmsu tagi. Hægt er að panta vörur á vefnum og láta senda eða sækja í verslun.