Sjötugasta leikár Leikfélags Dalvíkur

Sjötugasta leikár Leikfélags Dalvíkur

Leikárið 2013-2014 er 70. leikár Leikfélags Dalvíkur og verður því miklu tjaldað til. Ákveðið hefur verið að setja upp sýninguna Þið munið hann Jörund, sem var einmitt sett upp á 40 ára afmæli leikfélagsins og fékk frábærar viðtökur. Stefnt er að því að frumsýna verkið í seinnihluta mars 2014. Aðalsteinn Bergdal hefur verið ráðinn leikstjóri og gaman að segja frá því að hann lék sjálfur í þessu verki í uppfærslu Leikfélags Akureyrar hér um árið.

Þannig að hér eru spennandi tímar framundan og verður gaman að fara af stað aftur eftir miklar endurbætur á leikhúsinu okkar Ungó.

0 Slökkt á athugasemdum við Sjötugasta leikár Leikfélags Dalvíkur 560 06 janúar, 2014 Allar fréttir janúar 6, 2014

Áskrift að Vikupósti

Karfa