Um þessar mundir er Leikfélag Vestmannaeyja að sýna söngleikinn Grease í leikstjórn Ágústu Skúladóttur. Frumsýnt var fimmtudaginn 28. mars og hefur verið uppselt á allar sýningar síðan. Sannarlega má segja að algert Grease æði hafi brotist út í Eyjum sem og víðar, en einnig er verið að setja söngleikinn upp á Hornafirði.  Hafa móttökur leikhúsgesta verið sérlega góðar frá gestum og mælt er með að fólk panti sér miða sem fyrst.

Einnig er í boði pakkaferð fyrir fólk af fasta landinu sem hljóðar svo; gisting í eina nótt á Hótel Vestmannaeyjar, matur hjá Einsa Kalda, útsýnisferð um Heimaey í boði SegVeyjar og svo miði á Grease hjá Leikfélagi Vestmannaeyja á 17,500 kr. pantanir fara fram í síma: 481-2900

Næstu sýningarverða:
Föstudaginn 12. apríl kl. 20.30  – Uppselt!
Föstudaginn 19. apríl. kl. 20.30
Laugardaginn 20. apríl kl. 20.30
Sunnudaginn 21. apríl kl. 14.30

Fleiri sýningar auglýstar síðar.

Miðapantanir  í síma  852-1940.