Föstudaginn 14. ágúst kl. 20.00 frumsýnir Leikfélag Hafnarfjarðar leikverkið Bergmál eftir N. Richard Nash í húsnæði félagsins á neðstu hæð Menntasetursins við lækinn (Galma Lækjarskóla). Sýningin er unnin í kringum upprunalegt handrit höfundar, en ekki algerlega uppúr því, en leikendur eru Guðrún Sóley Sigurðardóttir, Aldís Davíðsdóttir og Halldór Magnússon. Guðrún Sóley Sigurðardótir og Aldís Davíðsdóttir sáu einnig um alla leikstjórn, sviðsmynd, búninga, lýsingu og allt það sem við kemur sýningunni.

Verkið fjallar um tvær konur sem fastar eru í heimi minnisleysis og geðveiki. Þær reyna að átta sig á umhverfi sínu, fortíð, framtíð og yfirstíga þeirra mestu ógn; manninn. Sýningin er mjög súrealísk, átakanleg en skemmtileg í senn. Hópurinn leitaðist við að kanna nýjar leiðir í vinnu sinni.

Vegna sýningar hjá Ungmennadeild Leikfélags Hafnarfjarðar er sýningartíminn á Bergmáli afar knappur og takmarkað sætaframboð og því um að gera að panta miða sem fyrst.

Aðrar sýningar eru eftirfarandi:

sunnudagurinn 16. ágúst kl. 20.00
fimmtudagurinn 20. ágúst kl. 20.00
föstudagurinn 21. ágúst kl. 20.00
sunnudagurinn 23. ágúst kl. 20.00
þriðjudagurinn 25. ágúst kl 20.00
miðvikudagurinn 26. ágúst kl 20.00
fimmtudagurinn 27. ágúst kl 20.00
LOKASÝNING föstudagurinn 28. ágúst kl 20.00

Athugið að sýningin er ekki ætluð ungum börnum.

Miðaverð er krónur 1500 og miðapantanir í síma 8688720 og á leikfelagid@simnet.is.

{mos_fb_discuss:2}