Enn er hægt að skrá sig á öll námskeið í Leiklistarskóla Bandalagsins sem haldin verða að Húnavöllum í Austur-Húnavatnssýslu dagana 8.-16 júní í sumar. Námskeiðin sem boðið er upp eru Leiklist 2 sem Árni Pétur Guðjónsson kennir, Sérnámskeið fyrir leikstjóra hjá Rúnari Guðbrandssyni, Leikritun 1 í umsjón Karls Ágústs Úlfssonar og Sérnámskeið fyrir leikara sem Þórey Sigþórsdóttir kennir.

Umsóknum skal skila á netfangið info@leiklist.is og senda ásamt eftirtöldum upplýsingum: Hvaða námskeið er verið að sækja um, nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, bæjarfélag, netfang og símanúmer. Þar sem krafist er undirbúningsnámskeiða eða reynslu skal láta ferilskrá fylgja umsókn.

Frekari upplýsingar um skólann og námskeiðin má finna hér.