Í sumar mun Norðurpóllinn leikhús missa húsnæði sitt. Eitthvað annað gott mun örugglega koma út úr því. Hópurinn mun halda ótrauður áfram að styðja við og skapa list á Íslandi. Ef þig langar að koma í eitt síðasta skiptið í leikhúsið þá erum við með góðar fréttir, nefnilega Nýjustu Fréttir. Nýjustu fréttir var frumsýnt í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn október og var einnig hluti af „off venue“ dagskrá Iceland Airwaves hátíðarinnar. Hætt var að sýna verkið fyrir fullu húsi og færri komust að en vildu.

Nýjustu fréttir fjalla um samband okkar við fréttir á myndrænan og gamansaman hátt. Sýningin var unnin í spunavinnu með öllum hópnum og þar fléttast saman brúðuleikhús, myndbandsverk, dansleikhús og lifandi tónlistarflutningur Sóleyjar Stefánsdóttur.

Vegna fjölda fyrirspurna hefur verið ákveðið að bæta við örfáum aukasýningum nú í apríl 2013:

18. apríl kl. 20.00

19. apríl kl. 20.00

20. apríl kl. 20.00

26. apríl kl. 20.00

27. apríl kl. 20.00

Miðasala er á www.midi.is og midasala@nordurpollinn.com

VaVaVoom er nýtt myndrænt leikhús með bækistöðvar í Reykjavík og London. Það var stofnað árið 2011 af Söru Martí (leikstjóri, leikkona, söngkona) og Sigríði Sunnu Reynisdóttur (brúðuleikhús- og sviðslistakona, tónlistarkona) sem kynntust við nám sitt í Royal Central School of Speech and Drama leikhúsháskólanum í London.

VaVaVoom hefur áður unnið sýninguna Hands Up! sem hlaut Tallinn Treff hátíðarverðlaun árið 2011. Um þessar mundir er unnið að undirbúningi fyrir nýja sýningu; tón- og sviðlistaverkið Wide Slumber sem verður frumsýnt í mars 2014.

Frekari upplýsingar um hópinn má fá hér: www.vavavoomtheatre.com

Finndu viðburðinn á facebook.