Unglingadeild Leikfélags Kópavogs frumsýnir leikdagskrá í Leikhúsinu Funalind 2 annað kvöld, föstudag kl. 18.00. Hópurinn hefur unnið undir stjórn Kristínar Rósar Birgisdóttur undanfarnar vikur og verður afraksturinn, fjórir leikþættir, sýndur á morgun. Félagsmenn LK og aðrir áhugasamir geta tekið forskot á sæluna í kvöld kl. þegar hópurinn verður með opna æfingu kl. 19.00. Að æfingunni lokinni kl. 20.00 fer fram aðalfundur Leikfelags Kópavogs.