‘Watch My Back’ er nýr dansleikhúshópur sem samanstendur af listamönnum LR og Íd, það eru þeir Peter Anderson dansari og danshöfundur, Guðmundur Elías Knudsen dansari og Björn Ingi Hilmarsson leikari sem leiða saman grínhesta sína. Dansleikhússport er ný tegund afþreyingarlistar. Hópurinn spinnur gamansamar senur með hjálp áhorfenda. Áhorfendur gefa leikurum/dönsurum stikkorð sem þeir spinna út frá. Þetta er viðkvæmt en skemmtilegt "listform" þar sem allt getur gerst – það er aðeins spurning um hugmyndaflug áhorfenda.
Leikið verður í kaffileikhússtemningu í forsal Borgarleikhússins þar sem barinn verður opinn, en allur leikur fer fram á ensku.

Fjórar sýningar verða hjá hópnum í Nóvember.

Sýningardagar eru fös 3.nóv,fös 10.nóv,sun 19.nóv, sun 26.nóv klukkan 20:10. Miðaverð 1.000 krónur.