ImageLeikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir um þessar mundir verkið Sex í sveit eftir Marc Camoletti í leikstjórn Odds Bjarna Þorkelssonar. Skemmst er frá því að segja að sýningin hefur slegið í gegn eystra og uppselt var á þrjár af fjórum fyrstu sýningunum. Bætt hefur verið við aukasýningum til að anna eftirspurn.
 Framundan eru sýningar sem hér segir.
 
 Föstudagur 18. nóvember kl. 20
 Laugardagur 19. nóvember kl. 15
 Laugardagur 19. nóvember kl. 20
 Föstudagur 25. nóvember kl. 20
 Laugardagur 26. nóvember, kl. 20
 Föstudagur 2. desember, kl. 20
 Laugardagur 3. desember, kl. 20
 
 Miðapantanir eru í síma 846 2121 eða á Bókasafni Héraðsbúa.