Leikfélagið Hallvarður Súgandi á Suðureyri frumsýnir föstudaginn 15. mars farsann Sex í sveit eftir Marc Camoletti. Leikritið, sem er þýtt og staðfært af Gísla Rúnari Jónssyni, var upphaflega var sýnt í Borgarleikhúsinu við gríðarlega góðar undirtektir og hefur í kjölfarið verið vinsælt viðfangsefni áhugaleikfélaga um land allt. Þetta er fyrsta uppsetningin hjá Hallvarði í 6 ár. Leikstjóri er Ársæll Níelsson

Sex í sveit gekk í þrjú leikár hjá Leikfélagi Reykjavíkur og er eitt af vinsælustu leikritum Borgarleikhússins frá upphafi. Verkið er meinfyndið en í því segir frá ástarmálum hjónanna Benedikts og Þórunnar en inn í þau blandast Sóley viðhald Benedikts, Ragnar vinur hans og viðhald Þórunnar, Sólveig veislukokkur og Benóný eiginmaður hennar.

Leikritið Sex í sveit verður frumsýnt föstudaginn 15. mars kl. 21.
2. sýning 17. mars kl. 20

3. sýning 22. mars kl. 20

4. sýning 23. mars kl. 20

Miðasölusími: 847-3823