Leikfélag menntaskólans á Akureyri frumsýninr rokksöngleikinn Vorið Vaknar eftir Duncan Shaeik og Steven Sater. Söngleikurinn er byggður á leikritinu Vorið Vaknar eftir Frank Wadekind fráárinu 1891. Auðrún Aðalsteinsdóttir og Emilía Baldursdóttir þýddu verkið og leikstjóri er Jón Gunnar.

 

 

Í söngleiknum eru tuttugu lög, kóratriði og stór dansatriði. 12 manna hljómsveit er á sviðinu og alls taka yfir 60 manns þátt í sýningunni.
Verkið fjallar um unglinga sem eru að uppgötva kynferði sitt og í senn að reyna fóta sig í heimi fullorðinna seint á 19. öld. Í leikritinu er fjallað um ýmis málefni sem þótti erfitt að ræða um á sínum tíma; kynlíf, samkynhneigð, misnotkun og kúgun. Margt af þessu er jafnvel enn tabú í dag.

Söngleikurinn var frumsýndur árið 2006 á Broadway og vann það ár 8 Tony verðlaun, þar á meðal besti söngleikurinn og platan fékk einnig Grammy verðlaun það árið. Söngleikurinn hefur farið sigurför um heiminn en hefur ekki áður verið sýndur á Íslandi.

Sýningin er sýnd í Samkomuhúsinu á Akureyri á fimmtudag, föstudag og sunnudag klukkan 20.00 og miðaverð er aðeins 2500 kr.

Miðasala er á midi.is og hjá Leikfélagi Akureyrar í síma 4600200