Halaleikhópurinn blæs nú til Haustleika. Þetta haustið verða fjögur stuttverk sýnd og tónlist flutt á milli atriða. Sýnt verður laugardaginn 17. okt. kl. 20.00 og sunnudaginn 18. okt. kl. 17.00 í Halanum, Hátúni 12. Vöfflur, kaffi og gos verða seld í hléi.

Verkin sem flutt verða eru:
Bara bíða eftir Júlíu Hannam í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar, Gunsó.
Þykist þú eiga veski eftir Fríðu Bonnie Andersen í leikstjórn Árna Salomonssonar.
Hærra minn guð til þín eða prívat hagsmunir eiga ekki við hér eftir Ylfu Mist Helgadóttur í leikstjórn Gunnars Gunnarssonar
Prinsipp eftir Örn Alexandersson í leikstjórn Árna Salomonssonar.

Miðasala er í síma 862-4276 og á midi@halaleikhopurinn.is Nánari upplýsingar er að finna á vef félagsins www.halaleikhopurinn.is

{mos_fb_discuss:2}