Fjallið, nýtt íslenskt leikverk eftir Örn Alexandersson, verður frumsýnt hjá Leikfélagi Kópavogs nú um helgina. Einar ráðherra þarf að bregðast við slæmri niðurstöðu í skoðanakönnunum og hvað gerir sjóaður pólitíkus þá? Jú, hann hrindir auðvitað í framkvæmd svo stórhuga verkefni að allt annað verður eins og hjóm í samanburðinum.
Fjallið er nýtt íslenskt leikverk eftir Örn Alexandersson sem jafnframt leikstýrir. Arnfinnur Daníelsson leikur Einar, hinn stórjuga ráðherra en auk hans eru átta aðrir leikarar með hlutverk í sýningunni. Fjöldi manns hefur auk þess komið að uppsetningunni í ýmsum hlutverkum.
Frumsýning er lau. 22 febrúar í Leikhúsinu að Funalind í Kópavogi. Nánari upplýsingar og miðapantanir eru á vef félagsins.