VMA sýnir Tröll í Hofi

VMA sýnir Tröll í Hofi

Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri frumsýnir Tröll í Menningarhúsinu Hofi sunnudaginn 16. febrúar næstkomandi.

Eins og undanfarin ár er Leikfélag Verkmenntaskólans á Akureyri stórhuga í uppsetningu vetrarins. Í ár er það leikritið Tröll, sem er ný leikgerð eftir Jokku G.Birnudóttur og Kolbrúnu Lilju Guðnadóttur, gerð eftir teiknimyndarinni Trolls.
Sagan er full af boðskap og fjallar um að þú þarft ekki utanaðkomandi áhrif til að gleðjast, gleðin býr innra með þér. Tónlistin í verkinu er vel þekkt, frá sjöunda, áttunda og níunda áratugnum. Því er hér um að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna.
Leikstjóri sýningarinnar er Kolbrún Lilja Guðnadóttir.
Sýningar verða:
Sunnudag 16. febrúar kl. 14:00 og kl. 17:00 og sunnudag 23.febrúar kl.14:00 og kl.17:00
Athugið að um takmarkaðan sýningarfjölda er að ræða. Miðasala er á mak.is

1 Comments Off on VMA sýnir Tröll í Hofi 279 11 February, 2020 Allar fréttir, Fréttir, Vikupóstur February 11, 2020

Áskrift að Vikupósti

Karfa