Nokkur pláss eru laus á leiklistarnámskeið sem leikfélagið Hugleikur stendur fyrir nú í september. Námskeiðið er ætlað leikurum, jafnt reyndum sem þeim sem minni hafa reynsluna. Áhersla verður lögð á líkamlega tjáningu og að hætta að hugsa.
Kennari verður leikarinn og leikstjórinn Agnar Jón Egilsson.
Námskeiðið verður haldið í húsnæði Hugleiks að Eyjarslóð 9.

Tímaáætlun námskeiðsins er sem hér segir:

Mán. 11/9 kl. 20-23
Þri. 12/9 kl. 20-23
Mið. 13/9 kl. 20-23
Lau. 16/9 kl. 16-20
Mán. 18/9 kl. 20-23
Þri. 19/9 kl. 20-23
Mið. 20/9 kl. 20-23
Fös. 22/9 kl. 20-23

Samtals eru þetta 25 tímar. Þátttaka á námskeiðinu kostar aðeins 5000 kr.
Eins og áður sagði er námskeiðið öllum opið.

Áhugasamir sendi tölvupóst á netfangið hugleikur@hugleikur.is