Leidkeild UMF Biskupstungna frumsýndi hinn kunna farsa Allir á svið eftir Michael Frayn um liðna helgi. Leikstjóri er Ólafur Jens Sigurðsson og sýnt er í Aratungu.

Leikritið sem er eftir Michael Frayn í þýðingu og staðfærslu Gísla Rúnars Jónssonar fjallar um leikhóp sem stendur að æfingum og sýningum á leikritinu Nakin á svið. Í fyrsta þætti kynnumst við hópnum þar sem fram fer lokaæfing á verkinu. Í öðrum þætti er búið að sýna í mánuð og ferðast með verkið um landið. Leikhópurinn er þá staddur á Akureyri og síðdegissýning að hefjast. Margt getur gerst á heilum mánuði í lífi fólks og það á ekki síður við hjá leikhóp sem þarf að vinna náið saman og umbera hvert annað. Í þriðja þætti er hópurinn kominn á lokasýningu í Aratungu og það má glöggt merkja að umburðalyndi er nú af skornum skammti og leikhópurinn orðinn tættur og lúinn á samstarfinu.
Miðapantanir eru í síma 896-7003. Allar sýningar hefjast kl. 20.00. Nánar á Facebooksíðu félagsins.