Í tengslum við aðalfund Bandalags íslenskra leikfélaga, sem haldinn verður dagana 3.-5. maí nk. í Reykholti í Borgarfirði, verður haldin einþáttungahátíð í félagsheimilinu Logalandi föstudaginn 3. maí. Hátíðin verður með tiltölulega hefðbundu sniði, hámarkslengd þátta er 30 mínútur. Frestur til að tilkynna þátttöku á hátíðinni er til 19. apríl. Ekki verða gerð sérstök eyðublöð fyrir þátttökutilkynningar heldur skal senda þær með tölvupósti á info@leiklist.is.

Lengd hátíðarinnar og það hversu snemma hún hefst ræðst af fjölda sýninga og verður nánar auglýst síðar. Öll aðildarfélög Bandalagsins geta sent þætti, eins marga og þau vilja. Ef sýnt þykir að hátíðin sé of löng verða þau félög sem flest verk hyggjast senda beðin um að fækka sínum verkum uns hæfilegri lengd er náð. Þeir sem hyggjast senda einþáttunga eru hvattir til að hafa leikmynd, ljós og alla umgjörð sem einfaldasta.

 

Eftirfarandi þarf að koma fram þegar tilkynnt er um þátttöku:

Nafn leikfélags
Tengiliður sýningar (Nafn, sími, netfang)
Nafn verks
Nafn höfundar (og þýðanda, eigi það við)
Nafn leikstjóra
Nöfn persóna og leikenda
Nöfn annarra aðstandenda (og hvað þeir gera)
Lengd verks í mínútum

ATH: Sendið skráningu á hverju verki í sérpósti, ekki margar skráningar í sama pósti og setjið nafn þáttarins sem „subject“.