Þá er komið að því að kynna námskeiðin sem haldin verða á þessu sextánda starfsári Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga. Skólinn verður settur þann 9. júní 2012 að Húnavöllum í Húnavatnshreppi þar sem sumarskólinn hefur starfað undanfarin tvö ár.

Í sumar verða þrjú námskeið í boði. Leiklist I – grunnnámskeið í leiklist, kennari Árni Pétur Guðjónsson, Leikstjórn III – sérnámskeið fyrir leikstjóra, kennari  Sigrún Valbergsdóttir sem fylgja mun eftir velheppnuðum leikstjórnarnámskeiðum síðastliðinna tveggja ára. Og þriðja námskeiðið er Trúðleikur – sérnámskeið fyrir reyndari leikara, kennari Ágústu Skúladóttir.

Eins og áður verður höfundum boðið að dvelja að Húnavöllum við skapandi skrif. Ekki er um að ræða námskeið eða leiðsögn heldur gefst höfundum þarna fyrst og fremst tækifæri til að fá útrás fyrir sköpunargleðina.

Sjá nánar um námskeiðin hér.