Lögin sem flutt eru í sýningunni eru handvalin af lagalistum þeirra hljómsveita sem spiluðu á dansleikjum á gullaldarárum Gúttó. Leikgerð er í höndum félaga Litla leikklúbbsins. Á sviðinu er 6 manna hljómsveit, Gúttóbandið ásamt söngvurum, leikurum og dönsurum. Að þessari sýningu standa um 35 manns á aldrinum 17-72 ára Þetta er 84. verkefni Litla leikklúbbsins á Ísafirði og 48. leikár, og er leikklúbburinn strax farinn að huga að fimmtugsafmælinu.
Önnur sýning er á miðvikudaginn 27. mars kl. 22 og þriðja sýning er föstudaginn langa kl. 21.
Miðaverð er 2.800 kr og hægt er að panta miða í síma 856-5455.