Úti í móa
Leikfélagið Sýnir starfar á landsvísu og gerir því gjarnan stykki sín á sumrin. Síðasta vetur efndi félagið til örleikritasamkeppni á meðal félagsmanna. Afraksturinn var síðan settur upp og sýndur víða um land í framhaldinu. Fyrst ber að lofa framtakið. Skortur á ungum leikskáldum hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og ljóst er að ætli menn að skrifa fyrir leiksvið er nauðsynlegt að fá tækifæri til að prófa sig áfram og sjá verk sín lifna á sviði. Samkeppni þar sem um styttri þætti er að ræða verður að teljast glæsilegt framtak og öðrum til eftibreytni. Einnig var leikstjórum innan félagsins...
Sjá meira