Með báðar hendur fullar
Sumt fólk þolir ekki farsa. Það þolir ekki að horfa á persónur ljúga sig út úr vandræðum og koma sér með því í enn verri klípu. Það þolir ekki fullt af hurðum, misskilin símtöl og heimskar löggur. Þeir sem kannast við sig í ofangreindri lýsingu ættu ekki að fara að sjá Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney í Borgarleikhúsinu. Þeir sem eru hins vegar til í að hlægja að vel skrifaðri vitleysu, ágætlega leikinni af nokkrum af okkar bestu gamanleikurum ættu hins vegar að drífa sig því heilt yfir tekst Þór Tuliníus leikstjóra og leikarahópnum stórvel að framreiða...
Sjá meira


