Author: lensherra

Með báðar hendur fullar

Sumt fólk þolir ekki farsa. Það þolir ekki að horfa á persónur ljúga sig út úr vandræðum og koma sér með því í enn verri klípu. Það þolir ekki fullt af hurðum, misskilin símtöl og heimskar löggur. Þeir sem kannast við sig í ofangreindri lýsingu ættu ekki að fara að sjá Með vífið í lúkunum eftir Ray Cooney í Borgarleikhúsinu. Þeir sem eru hins vegar til í að hlægja að vel skrifaðri vitleysu, ágætlega leikinni af nokkrum af okkar bestu gamanleikurum ættu hins vegar að drífa sig því heilt yfir tekst Þór Tuliníus leikstjóra og leikarahópnum stórvel að framreiða...

Sjá meira

Úti í móa

Leikfélagið Sýnir starfar á landsvísu og gerir því gjarnan stykki sín á sumrin. Síðasta vetur efndi félagið til örleikritasamkeppni á meðal félagsmanna. Afraksturinn var síðan settur upp og sýndur víða um land í framhaldinu. Fyrst ber að lofa framtakið. Skortur á ungum leikskáldum hefur nokkuð verið í umræðunni undanfarið og ljóst er að ætli menn að skrifa fyrir leiksvið er nauðsynlegt að fá tækifæri til að prófa sig áfram og sjá verk sín lifna á sviði. Samkeppni þar sem um styttri þætti er að ræða verður að teljast glæsilegt framtak og öðrum til eftibreytni. Einnig var leikstjórum innan félagsins...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur