Author: lensherra

Hugleikur tekinn á beinið

Hugleikur frumsýndi í gær fimmtudag dagskrá númer tvö í dagskrárröðinni „Þetta mánaðarlega“. Útsendari Leiklistarvefsins fór á stúfana og hér má sjá hvað honum fannst. Hugleikur í feiknarformi Önnur sýningin í einþátttungaröð Hugleiks „Þessu mánaðarlega“ var frumflutt í Kaffileikhúsinu fimmtudaginn 14. nóvember. Eftir þá fyrstu sem sýnd var í október var undirritaður þeirrar skoðunar að Hugleikur ætti meira inni en þar kom fram, svo ekki sé meira sagt. Hugleikur stenst illa frýjunarorð og setti að þessu sinni á svið sjö þætti af krafti og glæsibrag. Í stuttum þáttum á borð við þá sem hér voru á borð bornir er ekkert áhlaupaverk að ná tökum á áhorfendum, skapa sannfærandi persónur og búa til trúverðuga og áhrifaríka umgjörð. Þetta tókst þó í flestu því sem boðið var upp á og vel það. Dagskráin hófst á einleik eftir Hrefnu Friðriksdóttur sem nefnist Dans. Vel skrifaður texti og skínandi leikur Fríðu B. Andersen í öruggri og hugmyndaríkri leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar skiluðu mjög vel heppnari sýningu. Þátturinn fjallar um aðstæður sem flestir eflaust kannast við og áhorfendur kunnu greinilega að meta það sem þeir sáu, margir eflaust meðvitaðir um að þeir væru að hlægja að sjálfum sér. Stórgóð byrjun á dagskránni sem eflaust kom salnum í rétta skapið fyrir það sem á eftir fylgdi. Næst á svið var Petra eftir Fríðu B. Andersen. Hafdís Hansdóttir var hreint dásamleg í bráðfyndnum þætti í leikstjórn Höllu Rúnar Tryggvadóttur....

Sjá meira

Frábær Hljómsveit í Kópavogi

Leikfélag Kópavogs frumsýndi föstudaginn 22. nóvember leikverkið Hljómsveitina eftir leikstjórann Ágústu Skúladóttur og leikhópinn. Gagnrýnandi leiklistarvefsins, Ármann Guðmundsson, stakk inn nefi og líkaði greinilega það sem hann sá. Þetta hefur hann að segja um það. Eins og vafalaust hjá fleirum sem sáu Ævintýri Grimms hjá Leikfélagi Kópavogs sl. vetur tók hjartað í mér heljarstökk af tilhlökkun þegar ég frétti að Ágústa Skúladóttir ætlaði að setja upp annað verk með félaginu nú í haust. Það var því með allt að því ósanngjarnar væntingar sem ég fór á frumsýningu á Hljómsveitina sl. föstudagskvöld. Skyldi þeim takast að endurskapa töfrana sem gerðu...

Sjá meira

Beðið eftir Go.com air

„Höfundi og leikstjóra tekst að flétta saman þessum litlum frásögnum af töluverðu listfengi svo úr verður fínasta leiksýning.“ Gagnrýnandi Leiklistarvefsins fór á frumsýningu á Beðið eftir go.com air hjá Mosfellingum á föstudag. Leikfélag Mosfellsveitar frumsýndi Beðið eftir go.com air föstudaginn 1. nóvember. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson og er hann einnig í hlutverki leikstjóra. Stór hópur leikara og tæknimanna auk annarra tekur jafnframt þátt. Margir hafa farið flatt á því að leikstýra eigin verkum enda er sú hætta ávallt fyrir hendi að leikstjórinn hafi ekki það gagnrýna viðhorf til verksins sem þörf er á. Að þessu sinni gengur blandan þó að langmestu leyti upp. Aðstæður verksins eru flestum að góðu kunnar og víst að margir hafa upplifað svipaða hluti á ferðalögum og hér er sagt frá. Sögurnar eru líka margar hverjar fengnar úr reynslusafni hópsins og annarra aðstandenda sýningarinnar . Baksviðið er í stuttu máli það að hópur Íslendinga er á flugstöð í útlöndum á leið heim og lendir í ýmsum hrakningum þar. Seinkun á flugi með tilheyrandi pirringi, samskipti við starfsmenn fugfélagsins og öryggisverði auk innbyrðis átaka í hópnum er innihald þessarar sýningar sem var sjaldan dauf, yfirleitt bráðskemmtileg og á köflum frábær. Upphafssenan var frumleg og kraftmikil. Skemmtilegar hraðabreytingar og góð „kóreógrafía“ mynduðu skemmtilegt andrúmsloft og gáfu tóninn fyrir það sem á eftir kom. Persónur eru síðan kynntar til sögunnar ein af annarri og kennir þar ýmissa...

Sjá meira

Þetta mánaðarlega hjá Hugleik – október

Hugleikur hóf vetrarstarf sitt í Kaffileikhúsinu þann 14. október með fimm einþáttungum eftir fjóra félagsmenn. Þættirnir voru frumsýndir á mánudegi og önnur og jafnframt síðasta sýning var daginn eftir. Ætlunin er að bera annan slíkan skamt á borð í nóvember og þann þriðja með jólaívafi í desember. Útsendari Leiklistavefjarins var á staðnum. Hugleikur hóf vetrarstarf sitt í Kaffileikhúsinu þann 14. október með fimm einþáttungum eftir fjóra félagsmenn. Þættirnir voru frumsýndir á mánudegi og önnur og jafnframt síðasta sýning var daginn eftir. Ætlunin er að bera annan slíkan skamt á borð í nóvember og þann þriðja með jólaívafi í desember. Í fyrra setti félagið svipaða dagskrá á svið í Iðnó undir heitinu „Sjö sortir“. Var þar um yfirlýsta tilraunastarfsemi að ræða þar sem höfundum og leikstjórum innan félagsins gafst tækifæri til að spreyta sig í nafni félagsins. Undirritaður fjallaði einnig um þá sýningu og lofaði það framtak Hugleiks að gefa nýjum höfundum og leikstjórum möguleika á að reyna sig á slíkum vettvangi. Sortirnar sjö báru sumar þess merki að vera einmitt tilraunir en inn á milli leyndust skínandi hlutir. Dagskráin í ár sem ber heitið „Þetta mánaðarlega“ hefur enga slíka fyrirvara og er því fjallað um hana sem slíka. Fyrst á svið var einleikur eftir Fríðu B. Andersen sem bar heitið „Um ástina“ í leikstjórn Þorgeirs Tryggvasonar. Jón E. Guðmundsson lék þar mann sem rifjar upp skrýtna og skemmtilega minningu...

Sjá meira

Erótískur gamansplatter – Jón og Hólmfríður í Borgarleikhúsinu

Það er full ástæða að vara klígjugjarna og fólk með auðsærða blygðunarkennd við því að fara að sjá Jón og Hólmfríði – frekar erótískt leikrit í þremur þáttum eftir franska leikskáldið Gabor Rassov, því þar fljóta hverskyns líkamsvessar í stríðum straumum. Hinir, sem harðari eru af sér og hafa gaman af sótsvörtum absúrdhúmor, ættu hins vegar ekki að láta þetta verk fram hjá sér fara að mati mati Ármanns Guðmundssonar gagnrýnanda hjá leiklist.is. Það má telja fullsannað, nú eftir þrjár uppsetningar, að tilraun Borgarleikhússins með að hafa fastan leikhóp á Nýja sviðinu hefur tekist. Sýningar hópsins hafa verið hver...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 9:00 — 13:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 8 May, 9 May, 12 May: Lokað

Vörur