Author: lensherra

Skálkastríð í Valaskjálf

Ég minnist þess þegar ég í bernsku sá bíómyndina Bugsy Malone, hvað mér þótti hún ofboðslega skemmtileg. Bæði þótti mér hún fyndin og svo var tónlistin sérlega grípandi og góð. Því miður gafst mér ekki kostur að sjá verkið á sviði fyrr en eftir að ég komst til vits og ára en get vel ímyndað mér að það sé mjög spennandi fyrir yngri kynslóðina með sínum rjómatertubardögum, gangsterum og ofurpíum. Ég sá hins vegar uppsetningu Guðjóns Sigvaldasonar á verkinu með unglingadeild Leikfélags Hafnarfjarðar fyrir u.þ.b. áratug og skemmti mér að mig minnir ágætlega. Það var því gaman að fá tækifæri til að sjá aðra uppsetningu hjá Guðjóni, í þetta sinn hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs. Það er örugglega ekki oft sem jafn margir hafa stigið á svið í einni leiksýningu hér á landi eins og í Valaskjálf á laugadagskvöldið því alls eru leikarar í Bugsy Malone 59, auk fimm manna hljómsveitar. Það var því oft þröngt á þingi og óreyndir leikararnir kannski ekki alltaf algjörlega einbeittir á sviðinu frekar en við var að búast. Guðjón hefur líka greinilega nokkrum sinnum gefið grænt ljós á grófan senuþjófnað einstakra leikara sem voru oftar en ekki fyndnir en tóku jafnframt alla athygli frá því sem raunverulega var að gerast í sýningunni. Þrátt fyrir ágæta umferðarstjórnun leikstjóra var aðeins um það að senuskiptingar drægjust á langinn en eflaust var það að mestu leyti tilfallandi og...

Sjá meira

Fínn mánaðarskammtur hjá Hugleik

Hugleikur hefur nú um nokkurra ára skeið staðið fyrir einþáttunga- og stuttverkasýningum undir nafninu “Þetta mánaðarlega”. Þarna hefur fjöldi höfunda, leikara og leikstjóra úr félaginu fengið tækifæri til að spreyta sig á styttri verkum sem bera littla eða enga fjárhagslega áhættu. Þarna er hægt að taka áhættu í verkefnum, leikurum og leikstjórn. Þrátt fyrir það hafa gæði þessara mánaðarlegu stuttverkasýninga verið ansi góð eða allavega sem ég hef séð og það á líka við um dagskrána sem ég sá í Kaffileikhúsinu síðastliðinn sunnudag. Áður en ég byrja að fjalla um hvert og eitt verk þá langar mig aðeins að pirra mig á umgjörð dagskrárinnar. Kaffileikhúsið er afar óhentugt til leiksýninga og margir áhorfenda sjá lítið eða ekkert á svið. Þetta á eiginlega við allar leiksýningar og dagskrár sem ég hef séð þarna og á ekki aðeins við um sýningar Hugleiks. Vegna lítillar lofthæðar er nær ómögulegt að lýsa almennilega og hljómburður er ekki góður. Það eina sem Kaffileikhúsið hefur með sér er afar góður andi sem er fínn ef maður situr þar og sötrar bjór í góðra vina hópi. En það að fjöldi leikhópa í Reykjavík skuli sýna í þessu plássi sýnir aðstöðuleysið í borginni fyrir uppákomur að þessari stærð. En aftur að sýningunni. Hugleikur bar nú á borð 6 einþáttunga eða stuttverk eftir jafnmarga höfunda og þar af voru tveir höfundanna að stíga sín fyrstu skref. Fyrsta verkið...

Sjá meira

Beisk tár Petru von Kant

Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder laugardaginn 4. september. Fassbinder, einn af þekktari kvikmyndaleikstjórum Þjóðverja, var fjölhæfur listamaður sem virðist hafa fengið leikritunardellu á árunum 1968 til 1971 þegar hann skrifar flest leikrita sinna. Af þeim eru Beisk tár Petru von Kant með þekktari. Leikritið vakti mikil viðbrögð þegar það var sýnt fyrst, aðallega vegna opinskárrar sýnar á samkynhneigð kvenna. Það sjónarhorn á verkið hefur með tímanum mikið til misst slagkraft sinn og Lárus Vilhjálmsson leikstjóri fer sennilega rétta leið með því að leggja ekki sérstaka áherslu á þann þátt verksins. Það sem eftir stendur er saga um ást og ástarsorg og þó kannski fyrst og fremst ástarvald eða hvernig ástin er notuð af þeim elskuðu til að kúga þá sem elska og hvernig ástarvaldið er notað sem tæki til að ná frama í lífinu. Verkið er að mati þess sem hér skrifar ekki ýkja merkilegt í sjálfu sér en þó er ekkert sem segir að ekki megi gera sterka og áhrifamikla sýningu úr því. Saga Petru og óendurgoldinnar ástar hennar hefur burði til að snerta streng í brjósti áhorfenda en því miður nær hún því ekki í þessari sýningu LH. Til að sýningin nái til þeirra sem á horfa er nauðsynlegt að þeir trúi því að þær tilfinningar sem leikararnir tjá séu sannar. Aðallega á þetta við um persónu Petru enda speglast...

Sjá meira

Stórfín Stútungasaga

Um helgina frumsýndi Leikfélagið Sýnir ofbeldisleikinn Stútungasögu í Heiðmörk. Verkið er eftir Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason, og hefur að mér skilst verið sett upp um 10 sinnum á álíka mörgum árum. Það er ekki að ástæðulausu, þetta að einstaklega skemmtilegur texti sem stendur alltaf fyrir sínu, hefur allavega gert það í þeim fjórum uppsetningum sem ég hef séð. Þetta er í fyrsta skipti sem leikurinn er settur upp utan dyra. Verkið gerist mestmegnis úti þannig að það á vel við. Hins vegar eru aðstæður í Heiðmörk nokkuð erfiðar, leikið var allt í kringum áhorfendur og ekki var alltaf auðvelt að sjá það sem fram fór. Einnig fóru yngri sýningargestir að taka nokkuð virkan þátt í sýningunni þegar á leið, og það truflaði nokkuð einbeitingu mína sem áhorfanda, þó svo að leikarar létu sér hvergi bregða þó þeir þyrftu stundum nánast að hrifsa vopn sín og verjur úr höndum ungra áhorfenda. Leikurinn var mjög jafn og mjög faglegur á öllum póstum. Fremst meðal jafningja þóttu mér þó Nína B. Jónsdóttir og Sigurgeir Hilmar í hlutverkum Noregskonungs og drottningar og eins stóðu Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson og Snorri Engilbertsson sig með eindæmum vel í hlutverk fósturbræðranna Atla og Haka. Huld Óskarsdóttir var einnig eftirminnileg í hlutverki hinnar berdreymnu Jódísar. Annars fannst mér allir standa sig mjög vel og sá hvergi veikan hlekk í leiknum. Leikstjórinn, Guðjón Þorsteinn...

Sjá meira

Tilraun sem gengur upp

Það er hressandi í annars leiðinda söngleikjasúpu sumarsins að skreppa á tvær bráðskemmtilegar leiksýningar sem eru eins ólíkar og þær eru vel heppnaðar. Um Stútungasögu þeirra Sýnara hefur verið fjallað hér á vefnum og ætla ég ekki að fjölyrða um þá sýningu en tek undir hvert orð sem þar var sagt og gef henni tvær og hálfa stjörnu (mínus hálf stjarna fyrir hvað ég heyrði illa í systrunum á Útnárum í byrjun). Það er lítið um alvöru tilraunir í íslensku leikhúsi og áhugaleikfélögin hafa verið þar fremst í flokki eða jafnvel ein í flokki. Stofnana og “frjálsa” leikhúsið virðist ekki hafa burði eða áhuga á sinna þessum geira leiklistarinnar að neinu viti. Reykvíska Listaleikhússið er að gera afar spennandi hluti með Krádplíser. Þarna er tekist á við tilraunir með form, innihald og ákveðna þáttöku áhorfandans í atburðarásinni. Handrit Jóns Atla Jónssonar fylgir ekki ekki hinni sígildu forskrift leikbókmenntanna en textinn er frjór og vekur mann til umhugsunar og fellur vel að umgjörð tilraunaleikhússins. Ólafur Egill Egilsson er að gera fína hluti í leikstjórninni. Hann gengur á ystu nöf í stilfæringu og framsetningu en fer aldrei yfir brúnina og hefur afar góð tök á leikhópnum. Leikmynd og búningar þjóna hugmyndinni fulkomlega og byggingaplastið vakti bæði upp nostalgíu byggingaverkamannsins og viðbjóð. Leikhópurinn er fínn og augljóst að það eru góð efni í leiklistardeild LHÍ. Birgitta Birgisdóttir vakti athygli mína fyrir afar...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur