Ekki alltaf samasemmerki milli fitu og dugnaðar
Hugleikur frumsýndi á föstudaginn var, 5 tengda einþáttunga eftir Þórunni Guðmundsdóttur undir samheitinu Kleinur. Þættirnir sýna svipmyndir úr ævi almúgamannsins Sigga og er atburðarásin rakin í öfugri tímaröð. Eins og nafnið gefur til kynna leika kleinur nokkuð stórt hlutverk í lífi Sigga og eru jafnvel örlagavaldar á köflum. Elsti þátturinn var skrifaður fyrir nokkrum árum og þá ku ekki hafa staðið til að skrifa meira um Sigga og samferðafólk hans. Það er þó skiljanlegt að Siggi hafi kallað á meiri skrif hjá höfundi því þessi alþýðlega persóna og líf hans vekur einkennilega samkennd hjá áhorfendum. Þó auðvelt sé að hlæja að því sem gerist í lífi söguhetjunnar fer ekki hjá því að manni fari smám saman að þykja vænt um kallinn. Höfundurinn hefur áður sýnt að hann er lipur penni og rúmlega það og bregst ekki bogalistin hér. Þættirnir eru vel skrifaðir og sumar senurnar eru hreint óborganlegar. Þeir fyrstu þrír hefðu vel getað staðið einir en þeir tveir síðustu eru einskonar endahnútur á hina og gætu ekki án þeirra verið. Sævar Sigurgeirsson sýndi hreint magnaðan leik í hlutverki Sigga. Túlkun hans á persónunni á mismunandi æviskeiðum var ótrúlega sannfærandi hvort sem hann staulaðist um sem sjötugur kall eða valhoppaði sem Siggi 12 ára. Hann hoppaði milli æviskeiða eins og að drekka vatn og rödd, fas og líkamsburður gerðu það að verkum að hann var ávallt algerlega trúverðugur. Aðrir...
Sjá meira


