Beisk tár Petru von Kant
Leikfélag Hafnarfjarðar frumsýndi Beisk tár Petru von Kant eftir Rainer Werner Fassbinder laugardaginn 4. september. Fassbinder, einn af þekktari kvikmyndaleikstjórum Þjóðverja, var fjölhæfur listamaður sem virðist hafa fengið leikritunardellu á árunum 1968 til 1971 þegar hann skrifar flest leikrita sinna. Af þeim eru Beisk tár Petru von Kant með þekktari. Leikritið vakti mikil viðbrögð þegar það var sýnt fyrst, aðallega vegna opinskárrar sýnar á samkynhneigð kvenna. Það sjónarhorn á verkið hefur með tímanum mikið til misst slagkraft sinn og Lárus Vilhjálmsson leikstjóri fer sennilega rétta leið með því að leggja ekki sérstaka áherslu á þann þátt verksins. Það sem eftir stendur er saga um ást og ástarsorg og þó kannski fyrst og fremst ástarvald eða hvernig ástin er notuð af þeim elskuðu til að kúga þá sem elska og hvernig ástarvaldið er notað sem tæki til að ná frama í lífinu. Verkið er að mati þess sem hér skrifar ekki ýkja merkilegt í sjálfu sér en þó er ekkert sem segir að ekki megi gera sterka og áhrifamikla sýningu úr því. Saga Petru og óendurgoldinnar ástar hennar hefur burði til að snerta streng í brjósti áhorfenda en því miður nær hún því ekki í þessari sýningu LH. Til að sýningin nái til þeirra sem á horfa er nauðsynlegt að þeir trúi því að þær tilfinningar sem leikararnir tjá séu sannar. Aðallega á þetta við um persónu Petru enda speglast...
Sjá meira