Gleðileg hátíð á Hallormsstað – Júlíus gagnrýnir
Samfara ársfundi Bandalagsins á Hallormstað 9.-12. maí var haldin einþáttungahátíð. Júlíus Júlíusson segir sitt álit á þeim sýningum sem þar var boðið upp á. Mig langaði til þess að tjá mig aðeins um þau verk á einþáttungahátiðinni sem ég sá og um leið að æfa mig í því að skrifa gagnrýni. Ég kom um hádegið á föstudeginum og missti því miður af því sem var í boði á fimmtudeginum. Leikfélagið Sýnir -– Hverjir voru hvar eftir Guðmund L. Þorvaldsson Lunkinn, stuttur þáttur sem greip mann á einhvern ótrúlegan hátt, það náði að byggjast upp einhver spenna… sem sat svo í manni eftir að honum lauk. Þátturinn fjallaði um eitthvað, maður var ekki viss um hvað það var, en það skipti engu máli. Ég hugsa jafnvel að það hefði skemmt fyrir ef það hefði komið skýrt fram hvað nákvæmlega var um að vera. Leikstjórnin var afbragð og leikararnir stóðu sig með miklum ágætum, Þorgeir Tryggvason var óttalega aumingjalegur en Ingólfur Þórsson áhrifamestur. Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi – Meindýr eftir Bjarna Guðmarsson. Þessi litli farsi getur verið fyndinn á köflum og var það, en sviðsmyndin var ekki nógu góð þarna í íþróttahúsinu og truflaði það annars ágæta leikara nokkuð. Það vantaði fínpússningu á verkið til þess að þétta það, þátturinn var of laus í sér og leið fyrir það. Leikfélag Fljótdalshéraðs – Maðkurinn eftir Halldór Laxness. Því miður missti ég af þessum...
Sjá meira