Meiri fíflin, þessir Ibsen, Brecht og Fo!
"..leikhúss- og bókmenntafólk… [er] …einfaldlega skíthrætt við allt alvöruróttækt…" Einn þátttakenda í Leikþáttasamkeppninni hefur sent vefnum bréf þar sem hann tjáir sig um stöðu mála í íslenskri leikritun. MEIRI FÍFLIN, ÞESSIR IBSEN, BRECHT OG FO! Sá sem hér setur orð á net sendi eitt lítið örstykki til lénsherrans, í ágæta samkeppni hans. Stykkið var ekki valið í 10-liðið og ekkert við því að segja, ég treysti ekki á það, enda orðinn vanur höfnun á verkum mínum, ekki síst í seinni tíð og þá oftar en ekki augljóslega fyrir róttækni, ádeilu, eins og það hefur jafnvel verið orðað beint. Sum hafa þó fundið náð og jafnvel fengið verðlaun. Um heilasullið í kollinum fóru hins vegar nokkrir hugleiðingastraumnar af þessu tilefni. Aðalpersóna mín hér var "Stelpa" og efnið uppreisn hennar. Merkilegt: Alltaf er verið að tala um að vanti leikrit með fleiri og betri hlutverkum fyrir konur. Mér sýnist þetta vera mestan part orðagjálfur, eins og svo margt í jafnréttisumræðunni. Ég hef beinlínis gert tilraunir í þessa veru. Ég sendi tvö leikrit í útvarpið, annað nær eingöngu með karlmönnum, það var strax tekið og flutt fljótlega. Síðan sendi ég annað, þar sem var nánast jafnt á komið með kynin, það var tekið reyndar og flutt síðar. Í fyrra tóku ágætar konur stykki eftir mig inn á menningarnótt, þar voru aðeins tveir karlmenn, annar að vísu draugur! Nú nú, ég sendi stóru...
Sjá meira