Author: lensherra

Meiri fíflin, þessir Ibsen, Brecht og Fo!

"..leikhúss- og bókmenntafólk… [er] …einfaldlega skíthrætt við allt alvöruróttækt…" Einn þátttakenda í Leikþáttasamkeppninni hefur sent vefnum bréf þar sem hann tjáir sig um stöðu mála í íslenskri leikritun. MEIRI FÍFLIN, ÞESSIR IBSEN, BRECHT OG FO! Sá sem hér setur orð á net sendi eitt lítið örstykki til lénsherrans, í ágæta samkeppni hans. Stykkið var ekki valið í 10-liðið og ekkert við því að segja, ég treysti ekki á það, enda orðinn vanur höfnun á verkum mínum, ekki síst í seinni tíð og þá oftar en ekki augljóslega fyrir róttækni, ádeilu, eins og það hefur jafnvel verið orðað beint. Sum hafa þó fundið náð og jafnvel fengið verðlaun. Um heilasullið í kollinum fóru hins vegar nokkrir hugleiðingastraumnar af þessu tilefni. Aðalpersóna mín hér var "Stelpa" og efnið uppreisn hennar. Merkilegt: Alltaf er verið að tala um að vanti leikrit með fleiri og betri hlutverkum fyrir konur. Mér sýnist þetta vera mestan part orðagjálfur, eins og svo margt í jafnréttisumræðunni. Ég hef beinlínis gert tilraunir í þessa veru. Ég sendi tvö leikrit í útvarpið, annað nær eingöngu með karlmönnum, það var strax tekið og flutt fljótlega. Síðan sendi ég annað, þar sem var nánast jafnt á komið með kynin, það var tekið reyndar og flutt síðar. Í fyrra tóku ágætar konur stykki eftir mig inn á menningarnótt, þar voru aðeins tveir karlmenn, annar að vísu draugur! Nú nú, ég sendi stóru...

Sjá meira

Tvöfaldur Shakespeare

"Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu." Þorgeir Tryggvason hefur skrifað hugleiðingu um Shakespearesýningar vetrarins. Shakespeare tvisvar sinnum Ég hefði líklega látið segja mér það tvisvar fyrir nokkrum vikum ef mér hefði verið sagt að tvær frumlegar og frábærlega vel heppnaðar Shakespearesýningar væru í gangi í einu, og það í sama húsinu. Uppfærslur síðustu ára á verkum karlsins í íslensku atvinnuleikhúsi hafa með örfáum undantekningum einkennst af áreynslukenndum tilraunum til að vinna gegn “hefðinni” (eins og hér hafi einhverntíman verið til Shakespeare-hefð), vanhugsuðum eða illa ígrunduðum leikstjórakonseptum sem gengu ekki upp og pínlegum tilraunum til að gera Shakespeare aðgengilegan án þess að maður hefði á tilfinningunni að aðstandendur sýninganna skildu verkin sem þeim var svo í mun að koma á framfæri. Svo ég dragi nú strax beittustu vígtennurnar úr þessari alhæfingu vil ég nefna tvær vel heppnaðar sýningar þar sem frumleiki leikstjóranna og verkin héldust í hendur frekar en að standa í fangbrögðum. Draumur á Jónsmessunótt  í uppfærslu Guðjóns Pedersen í Nemendaleikhúsinu og Ofviðrið í leikstjórn Rúnars Guðbrandssonar á sama stað. Þessar sýningar sýndu að þetta er hægt. Og nú eru Sumarævintýri og Rómeó og Júlía til marks um að fleiri hafa þetta á valdi sínu en Gíó og Rúnar. Báðar eru...

Sjá meira

Söngvaseiður í Þjóðleikhúsinu – Fréttatilkynning

Söngleikurinn Söngvaseiður, sýning Litla leikklúbbsins og Tónlistarskólans á Ísafirði, var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins 2002-2003. Söngvaseiður verður sýndur á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnudagskvöldið 25. maí nk. Söngvaseiður í Þjóðleikhúsinu – Niðurstaða dómnefndar Val Þjóðleikhússins á athyglisverðustu áhugaleiksýningu leikársins hefur nú farið fram tíunda leikárið í röð. Tólf leikfélög sóttu eftir að koma til greina við valið með alls þrettán sýningar. Dómnefndin, eða í sumum tilfellum hluti hennar, sá allar sýningar á heimavelli. Auk þess gafst dómnefndarmönnum, sem ekki höfðu séð viðkomandi sýningu á sviði, þess kostur að sjá þrjár sýningar á myndbandi. Dómnefnd Þjóðleikhússins í ár var skipuð Stefáni Baldurssyni þjóðleikhússtjóra, Melkorku Teklu Ólafsdóttur, leiklistarráðunauti Þjóðleikhússins og Ragnheiði Steindórsdóttur leikkonu. Eftirtalin leikfélög sóttu um með þessar sýningar: * Leikfélag Dalvíkur með Kverkatak eftir Júlíus Júlíusson í leikstjórn höfundar. * Leikfélag Fljótsdalshéraðs með Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Leikstjóri: Oddur Bjarni Þorkelsson. * Stúdentaleikhúsið með Íbúð Soju eftir Mikhaíl Búlgakov. Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson. * Ungmennafélagið Íslendingur með Taktu lagið, Lóa eftir Jim Cartwright. Leikstjóri: Guðmundur Ingi Þorvaldsson. * Leikfélag Mosfellssveitar með Beðið eftir go.com air eftir Ármann Guðmundsson í leikstjórn höfundar. * Leikfélag Hafnarfjarðar með Sölku miðil eftir Ármann Guðmundsson, Gunnar Björn Guðmundsson og leikhópinn. Leikstjóri: Ármann Guðmundsson. * Leikfélag Mosfellssveitar með Hobbitann eftir J.R.R. Tolkien. Leikstjóri og höfundur leikgerðar: Oddur Bjarni Þorkelsson. * Hugleikur með Undir hamrinum eftir Hildi Þórðardóttur. Leikstjóri: Ágústa Skúladóttir. * Leikfélag Seyðisfjarðar með...

Sjá meira

Tréhausinn 2005 – Þorgeir Tryggvason

Þorgeir Tryggvason skrifar: Í ár dugar ekkert minna en tvíhöfði til að verðlauna það sem vel var gert í áhugaleikhúsinu á Íslandi. Við Hrund Ólafsdóttir skiptum verkum bróður- og systurlega þannig að til að fá heildarmynd af afrekum vetrarins ákváðum við að veita hvort sinn Tréhaus. Ég undanskil mitt eigið félag, Hugleik. Helstu verðlaunaflokkar eru samskonar en að öðru leyti hafði hvort um sig frjálsar hendur. Sýning ársins Þú veist hvernig þetta er Stúdentaleikhúsið Fyrir utan það að vera frábær skemmtun og vel unnin á öllum póstum leiklistarlega séð þá er þessi sýning stórtíðindi í leikhúslífinu fyrir að vera...

Sjá meira

Alþjóða leikhúsdagurinn 27. mars 2003

Alþjóða leikhúsmálastofnunin, ITI,  hefur jafnan fengið virtan leikhúslistamann til að semja ávarp dagsins og það hefur síðan verið þýtt á þjóðtungur aðildarlandanna og birt og flutt þennan dag. Árið 1999 samdi frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands og leikhússtjóri ávarpið að beiðni ITI. Í ár er það þýska leikskáldið Tankred Dorst sem er höfundur ávarpsins. Ávarp Tankred Dorst, leikskálds. Í tilefni af Alþjóða leikhúsdeginum 27. mars 2003. Ávarpið er samið að beiðni Alþjóða leikhúsmálastofnunarinnar – ITI. Við spyrjum í sífellu, hvort leikhúsið geri samtíma okkar raunveruleg skil. Leikhúsið speglaði veröldina í tvöþúsund ár og gerði grein fyrir stöðu mannsins. Hvort sem leiknir voru harmleikir eða gleðileikir var ljóst að líf manneskjunnar voru hennar óumflýjanlegu örlög. Maðurinn var ekki óskeikull; hann gerði skelfileg mistök, tókst á við aðstæður sínar, hann þyrsti í völd og var veiklunda, svikull og auðtrúa, blindur, kátur og glímdi við guð. Nú segja menn mér aftur á móti að við getum ekki lengur skoðað líf okkar samkvæmt hefðbundum aðferðum leikhússins, eða með hefðbundinni dramatúrgíu. Það sé semsagt engin leið til þess að segja sögur. Þess í stað koma textar af ýmsu tagi, ekki samtöl, en yfirlýsingar. Ekkert drama. Úti við sjóndeildarhringinn lúrir annarskonarmaður: Margklónuð vera, erfðafræðilega endurbætt. Og sé þessi nýi maður til í raun, mun hann ekki þurfa á hefðbundnu leikhúsi að halda. Hann mun ekki skilja átökin sem þar fara fram. Við sjáum þó...

Sjá meira

Nýtt og áhugavert