Halldór í Hollywood – Frumsýning
Fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviði Þjóðleikhússins er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson en það verður frumsýnt á föstudag. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti. Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans. Ólafur Haukur Símonarson er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd víða en fyrsta leikrit hans sem tekið var til sýninga í Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, Þrek...
Sjá meira