Author: lensherra

LA býður til fullkomins brúðkaups

Gamanleikritið Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon  verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar fimmtudaginn 20. október. Hér er um drepfyndinn og rómantískan gamanleik að ræða, hann er hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást. Leikritið er eftir sama höfund og skrifaði leikgerðina á Sex í sveit sem er ein vinsælasta sýning LR frá upphafi. Leikritið sver sig í aðra röndina við sígildan farsa en einnig á leikritið margt sammerkt með breskum rómantískum gamanmyndum eins og Four Weddings and a Funeral, About a Boy, Notting Hill ofl. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikritið segir frá ungu fólki sem er að glíma við ástina, verða ástfangið, hætta að vera ástfangið og að verða ástfangið af þeim sem þau mega ekki vera ástfangin af. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað… Fullkomið brúðkaup verður frumsýnt þann 20. október. Mikill áhugi virðist fyrir sýningunni, því þegar er orðið uppselt á fyrstu tíu sýningar verksins. Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. Frosti Friðriksson hannar leikmynd og búninga en ljósahönnun er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leikarar eru: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Luthersdóttir og...

Sjá meira

Stútungar snúa aftur!

 Í vor settu ungmennafélögin Vaka, Baldur og Samhyggð upp sýninguna Stútungasögu eftir Hugleikarana Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur og Sævar Sigurgeirsson.  Vegna fjölda áskorana og einróma lofs gagnrýnenda hefur verið ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna sem hér segir:        Föstudagskvöldið 21. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi        Sunnudagskvöldið 23. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi        Föstudagskvöldið 28. október kl. 21:00 áHvoli á Hvolsvelli        Sunnudagskvöldið 30. október kl. 21:00 í Hvoli á Hvolsvelli     Einnig hefur heyrst skrafað um eina sýningu til viðbótar sem yrði í Brautartungu í Lundareykjadal fyrstu helgina í nóvember en hægt verður að spyrjast fyrir um hana í miðasölusíma.     Stútungasaga er bráðsmellið leikrit sem byggir á fornsögunum á gamansaman hátt. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjónanna af noregi inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa.     Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Miðapanntanir eru í síma 892-8202 eða á netfanginu  hgun@bakkar.is   Miðaverð er 1.500...

Sjá meira

Tónlist fyrir Tíbet í Þjóðleikhúsinu

Fjöldi listamanna tekur þátt í sannkallaðri tónlistarhátíð á Stóra sviði Þjóðleikhússins á miðvikudagskvöld kl. 20:00. Það eru sænsk samtök, The Swedish Tibetan Society, sem stendur fyrir hátíðinni sem samanstendur af tónlistaratriðum þekktra listamanna, bæði íslenskra og erlendra. Á hátíðinni verður lögð rík áhersla á tíbeska menningu og gildi hennar. Atburðurinn og/eða umgjörð hans er á engan hátt pólitískur. Allur ágóði rennur til samtakanna sem hafa unnið að byggingu skóla í fátækum héruðum í Tíbet. Frá 1988 hafa þau byggt eða endurnýjað 98 skóla í Tíbet, sem veita 12.000 börnum ókeypis menntun. Samtökin sem um ræðir hafa haldið svipaða tónleika áður og þar á meðal síðast í samstarfi við Þjóðleikhúsið í Gautaborg, Svíþjóð. Atburðurinn átti sér stað á Dans o Teater Festivalen i Göteborg.  Á tónleikunum hérna heima munu tíbeskir munkar spila á tíbesk hljóðfæri og syngja. Aðalflytjendur kvöldins, Conrad Electro hafa starfað um árabil og starfað að ýmsum verkefnum með þekktu listafólki í Svíþjóð. Bandið mun flytja lög eftirfarandi íslenskra tónlistarmanna í nýrri útsetningu: Ellen Kristjánsdóttir, Magga Stína, Rúnar Júlíusson, Sammi (Jagúar), Siggi (Hjálmar) og Bogomil Font. Sendiherra Svíþjóðar Madeleine Ströje-Wilkens mun flytja ávarp fyrir dagskránna og ræða um menningarleg málefni í tengslum við atburðinn. Að loknum tónleikunum, um kl. 22:30, verður skemmtun í Leikhúskjallaranum þar sem eftirtaldar hljómsveitir munu meðal annars koma fram: Dj Maggi Lego (Gus Gus) og DJ Árni S, Hjálmar, Jagúar, Rætur og Trabant. Miðaverð...

Sjá meira

Tökin hert frumsýnt í Óperunni

Aðalverkefni Óperunnar á haustmisseri, óperan Tökin hert (The Turn of the Screw) eftir Britten verður frumsýnd föstudaginn 21. október. Það er óhætt að segja að aðstandendur sýningarinnar séu komnir með smá fiðring í magann. Æfingar hafa gengið vel og það er alveg ljóst að sýningin verður stórglæsileg og áhugaverð bæði fyrir augað og eyrað.  Óperan Tökin hert verður aðeins sýnd 6 sinnum í Íslensku óperunni, og er því um að gera að tryggja sér miða sem fyrst til þess að missa ekki af þessari glæsilegu sýningu sem er svo sannarlega á heimsmælikvarða. Texti óperunnar er eftir Myfanwy Piper byggður á smásögu Henry James sem kom út árið 1898. Óperan var frumsýnd í Feneyjum árið 1954 og hefur síðan þá verið sýnd reglulega í öllum helstu óperuhúsum í heimi, en þetta er í fyrsta skipti sem að Tökin hert  er sett upp hér á landi. Myndin hér til vinstri er af Britten. Hljómsveitarstjóri er Kurt Kopecky, leikstjóri Halldór E. Laxness, leikmynda- og búningahönnuður Snorri Freyr Hilmarsson og ljósahönnuðir Björn Bergsteinn Guðmundsson og Jóhann Bjarni Pálmason. Einsöngvarar eru: Hulda Björk Garðarsdóttir, Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Þórunn Arna Kristjánsdóttir og Ísak Ríkharðsson. Söguþráður: Systkinin Miles og Flóra eru munaðarlaus og frændi þeirra og forráðamaður vill sem minnst af þeim vita. Börnin búa á sveitasetri hans, Bly, og hann ræður þangað unga kennslukonu til að hugsa um þau. Fyrir...

Sjá meira

Salka Valka – Frumsýning

Á laugardagskvöldið verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu verkið Salka Valka eftir Halldór Laxness í leikgerð Hrafnhildar Hagalín Guðmundsdóttur. Leikstjóri er Edda Heiðrún Backman. Íslensk hetjusaga. Hvernig skyldu menn lifa og hvernig deyja í litlu þorpi undir háum fjöllum? Í landi þar sem auðurinn hefur safnast á fárra hendur? Peningar virðast liggja á lausu í útlöndum, þaðan koma menn ríkir heim og kaupa upp heilu plássin.   En nú tala menn um að breytingar geti verið í nánd.Hvernig skyldi fátækri aðkomukonu með óskilgetið stúlkubarn reiða af í slíku plássi?  Hver verða örlög þeirra?  Ilmur Kristjánsdóttir leikur Sölku Völku og Halldóra Geirharðsdóttir móður hennar Sigurlínu. Sveinn Geirsson leikur Arnald og Ellert A. Ingimundarson Steinþór. Með önnur hlutverk fara Bergur Þór Ingólfsson, Birna Hafstein, Guðmundur Ólafsson, Halla Vilhjálmsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Laddi (Þórhallur Sigurðsson), Margrét Helga Jóhannsdóttir, Marta Nordal og Theodór Júlíusson. Tónlist: Óskar og Ómar GuðjónssynirLjós: Kári GíslasonBúningar: Stefanía AdolfsdóttirLeikmynd: Jón Axel BjörnssonHreyfingar: Lára StefánsdóttirLeikstjóri: Edda Heiðrún Backman.Sýningin tekur um 2 og hálfan tíma í flutningi. Gert er hlé milli 2. og 3....

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað, 7 Oct, 8 Oct, 9 Oct: Lokað

Vörur