Author: lensherra

Halldór í Hollywood – Frumsýning

Fyrsta frumsýning haustsins á Stóra sviði Þjóðleikhússins er Halldór í Hollywood eftir Ólaf Hauk Símonarson en það verður frumsýnt á föstudag. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir. Leikritið byggir á Ameríkuárum Halldórs Kiljans Laxness 1927 – 1929 þegar Halldór var ungur ofurhugi. Í Hollywood heillaðist hann af kvikmyndaiðnaðinum og ætlaði sér að slá í gegn sem handritshöfundur kvikmynda. En það var ekki auðvelt að sigra Hollywood þá frekar en nú og hræsnin í bandarísku samfélagi átti ekki upp á pallborðið hjá skáldinu. Hann varð fljótt gagnrýninn á efnalega mismunun og þjóðfélagslegt ranglæti. Í leikriti Ólafs Hauks sjáum við hvernig dvöl Halldórs í Ameríku varð fyrst og fremst til þess að hann fann Ísland á ný og gerðist íslenskur rithöfundur. Við sögu koma ýmsir vinir og velgjörðarmenn Halldórs frá Ameríkuárunum, nokkrar af skærustu stjörnum Hollywood á þessum tíma eins og Charlie Chaplin og Greta Garbo og síðast en ekki síst allar konurnar í lífi hans. Ólafur Haukur Símonarson er eitt mikilvirkasta og vinsælasta leikskáld Íslendinga en hann hefur einnig sent frá sér ljóðabækur, smásögur og skáldsögur, skrifað útvarps-, sjónvarps- og kvikmyndahandrit, gefið út hljómplötur með eigin lögum og söngtextum og þýtt bækur, leikrit og kvikmyndir. Leikrit Ólafs Hauks hafa verið sýnd víða en fyrsta leikrit hans sem tekið var til sýninga í Þjóðleikhúsinu var þríleikurinn Milli skinns og hörunds sem sýndur var árið 1984. Í kjölfarið fylgdu Bílaverkstæði Badda, Hafið, Gauragangur, Þrek...

Sjá meira

Nýtt verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu

Um helgina verður frumsýnt nýtt íslenskt verk í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Það ber heitið "Hvað EF?" og í því er farið yfir staðreyndir varðandi vímuefnaneyslu. Verkið er efitir Einar Má Guðmundsson og Valgeir Skagfjörð sem einnig semur tónlist verksins ásamt Guðmundi Inga Þorvaldssyni. Auk þess tók leikhópurinn virkan þátt í vinnu handrits, en hann skipa: Felix Bergsson, Guðmundur Ingi Þorvaldsson, Brynja Valdís Gísladóttir og Orri Huginn Ágústsson. Það eru 540 Gólf leikhús og SÁÁ sem standa að sýningunni í samvinnu við Hafnarfjarðarleikhúsið. Sýningin tekur 60 mínútur í flutningi og er ætluð nemendum í 9. og 10. bekk...

Sjá meira

Stutt gaman

Hugleikur hóf vetrardagskrá sína föstudaginn 8. október með leikþáttadagskrá í Þjóðleikhúskjallaranum.  Leiklistarvefurinn átti útsendara á staðnum eins og oft áður og hefur hann skrifað umsögn um dagskrána. Stuttverkakvöld Hugleiks sem sýnd hafa verið um nokkurra missera skeið undir samheitinu ‘Þetta mánaðarlega’ eru að verða fastur liður í leiklistarlífinu. Dagskrárnar hafa að jafnaði verið sýndar í Kaffileikhúsinu en nú hefur félagið skipt um svið og sýnir í Þjóðleikhússkjallaranum. Þar er ætlunin að endurvekja skemmtikvöldin sem þar voru fastur  liður hér í eina tíð og hefur Hugleikur verið fenginn til að sjá um hluta þeirrar dagskrár. Það er talsverð viðurkenning á...

Sjá meira

Ársrit BÍL komið út

Ársrit Bandalags íslenskra leikfélaga fyrir leikárið 2004 til 2005 er komið út. Í ritinu er að finna allar helstu upplýsingar um starfsemi áhugaleikfélaganna og Bandalagsins. Þá eru þar einnig greinar um ýmislegt sem tengist leiklistinni. Fjöldi mynda er einnig í ritinu sem hægt er að sækja hér af vefnum í PDF-formi. ðæýöáþ Ársritið er í tveimur hlutum sem hvor um sig eru tæp 2MB að stærð. Til að lesa þarf að hafa Acrobat Reader (sem hægt er að sækja endurgjaldslaust hér) eða sambærilegt forrit. Smelltu til að opna eða hægrismelltu til að hlaða ritinu niður á tölvuna þína.     Fyrri hluti         Seinni...

Sjá meira

Æfingar hafnar á Frelsi

Á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins verður frumsýnt þann 20. október verkið Frelsi eftir Hrund Ólafsdóttur. Þetta er frumraun Hrundar í atvinnuleikhúsi. Leikstjóri er Jón Páll Eyjólfsson. Hvað gerir þú þegar enginn hlustar á þig? Þegar ranglætið er svo mikið að þú gætir öskrað þig hásan en þú átt þér ekki rödd? Þegar lygin er svo stór að hún kæfir lífið sem þú ættir að sjá framundan? Grímur er klár menntaskólastrákur í Reykjavík sem er ekki sáttur við umhverfi sitt og samfélag. Hann kynnist Brynhildi sem er töff og leitandi stelpa og saman ákveða þau að láta í sér heyra. Hugmynd fæðist. En í heimi þar sem peningar eru mælikvarði alls, hvers virði eru þá mannslíf? Í þannig heimi geta hugmyndir um réttlæti orðið hættulegar. Hrund Ólafsdóttir lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum að Laugarvatni 1979, BA prófi í almennri bókmenntafræði og uppeldis- og kennslufræði frá Háskóla Íslands 1985 og MA prófi í almennum bókmenntum frá New York University í Bandaríkjunum 1989. Hrund hefur sótt fjöldann allan af leikara- og leikstjórnarnámskeiðum, mest hjá Leiklistarskóla Bandalags íslenskra leikfélaga í Svarfaðardal. Einnig hefur hún tekið þátt í höfundasmiðjum á vegum Þjóðleikhússins. Hún hefur verið ákafur áhugaleikari um margra ára skeið með Leikfélaginu Sýnum, Leikfélagi Kópavogs og Ungmennafélagi Reykdæla, og spreytt sig í auknum mæli á leikstjórn í áhugafélögum. Hrund hefur einkum starfað við kennslu í framhaldsskólum, en einnig skrifað bókmennta- og leiklistargagnrýni fyrir Morgunblaðið síðastliðin ár. Hrund...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert