Author: lensherra

Frumsýning hjá Leikfélagi Kópavogs

Þann 5. nóvember frumsýnir Leikfélag Kópavogs leikritið Það grær áður en þú giftir þig sem byggt er á Kirsuberjagarðinum eftir Tsjekov. Leikstjóri er Sigrún Sól Ólafsdóttir. Leikurinn gerist í litlum bæ; Sandhellisgerði á Suðurfjörðum. Grönveltsfjölskyldan var eitt sinn voldugasta ættin á fjörðunum. Þau búa í hlíðinni ofan við bæinn, í einu fallegasta húsi þessa landshluta. Húsið má að vísu muna fífil sinn fegri og þarfnast sárlega lagfæringar. Umhverfis húsið er Grönveltslundur, hin fræga skógrækt sem Grönvelt gamli og Dillý, konan hans ræktuðu upp.  Þegar þeim áskotnaðist þessi jarðarskiki sem enginn leit við, þá fóru þau að gera tilraunir með að rækta kartöflur og grænmeti, metnaðarfull ung hjón sem hugsuðu stórt. Þau seldu grænmetið inn í Aðalfjörð, og notuðu ágóðann til að kaupa fyrsta bátinn. Það var nýlunda að hægt væri að rækta grænmeti á fjörðunum. Þau seldu vel. Grönvelt gamli byggði upp þennan bæ. Hann kom á fót útgerð, byggði frystihúsið og veitti hundruðum manna atvinnu. Veldi hans var stórt. Hann var mikill áhugamaður um skógrækt og vildi Grönveltslund friðaðan. Lundurinn varð tákn um veldi Grönvelts. Þegar hann var orðinn stórútgerðarmaður, önnum kafinn í vinnu, þá vissi hann ekkert betra en nota sinn litla frítíma til að gróðursetja birki og greni. “Hlaða batteríin.” Sagði hann; “það má ekki gleyma að hlaða batteríin.” Erfingjar hans seldu burt kvótann, húsið er að hruni komið, og þar að auki á snjóflóðahættusvæði, þannig...

Sjá meira

Barnadagskrá á Dalvík

Þann 5. nóvember n.k. mun Leikfélag Dalvíkur frumsýna sérstaka barnadagskrá, valin atriði úr verkum Thorbjörns Egners. Leikstjóri sýningarinnar er Arnar Símonarson. Um 14 leikarar taka þátt í þessari uppfærslu, en auk þess koma um 15 manns að með einum eða öðrum hætti, s.s. hvað varðar búninga, hár, förðun og fleira. Pétur Skarphéðinsson hannar lýsingu og Friðrik Sigurðsson hannar leikmynd. Tónlistarflutningur er í höndum Dagmanns Ingvasonar og Einars Arngrímssonar. Guðný Ólafsdóttir hannar leikskrá. Áætlað er að sýna þessa barnadagskrá 11 sinnum, út nóvember. Í þessari sérstöku barnadagskrá verða þeir félagar Karíus og Baktus kynntir til sögunnar, litið er inn til Kaspers, Jespers, Jónatans og Soffíu frænku í Kardimommubæ og svo birtast á sviðinu í Ungó þekktar persónur úr Hálsaskógi, s.s. Mikki refur, Hérastubbur bakari og Lilli Klifurmús ásamt fleirum. Margir þekktir söngvar eru í sýningunni og líf og fjör á sviðinu. Leikfélagar hlakka til að fá áhorfendur í húsið eftir umfangsmiklar breytingar og unga fólkið er boðið sérstaklega velkomið auðvitað, en líka pabbar og mömmur, afar og ömmur, frændur og frænkur. Miðapantanir eru í síma leikfélagsins 868 9706 (Fríða Magga). Miðaverði er stillt í hóf, en það er 1000 kr. fyrir 2 – 12 ára og 1200 krónur fyrir 13 ára og eldri. Bent er á heimsíðu LD, en netfang síðunnar er...

Sjá meira

Brim í Þjóðleikhúsinu

Margverðlaunuð sýning Vesturports, Brim eftir Jón Atla Jónasson, verður sýnd í örfá skipti í nóvember á Litla sviði Þjóðleikhússins. Þeir sem ekki hafa séð þessa mögnuðu sýningu ættu að tryggja sér sæti núna! Miðasala er hafin á netinu. Brim gerist á jaðri landgrunns Íslands og fjallar um lífið um borð í fiskiskipi af smærri gerðinni. Gleði, draumar og söngvar áhafnarinnar renna saman við brælu hafsins og rótleysi tilverunnar í ljúfsárum mannlegum gleðileik. Jón Atli Jónasson sendi frá sér smásagnasafnið Brotinn takt árið 2001. Hann skrifaði leikritið Draugalest sem Borgarleikhúsið setti upp á þessu leikári og Brim fyrir Vesturport, sem sýnt hefur verið undanfarið víða um land. Jón Atli skrifaði Rambó 7 fyrir Leiksmiðju Þjóðleikhússins og leikhúsið styrkti hann til farar á leikritunarnámskeið hjá hinu virta leikhúsi Royal Court Theatre í London sumarið 2003, þar sem ung leikskáld víðsvegar að úr heiminum unnu að verkum sínum í samvinnu við dramatúrga og leikstjóra leikhússins. Rambó 7 var svo frumsýnt í Þjóðleikhúsinu vorið 2005. Jón Atli hlaut Grímuna – Íslensku leiklistarverðlaunin 2004 fyrir Brim. Umgjörð verksins og leikmynd er unnin út frá þeirri grunnhugmynd að persónur verksins búi við yfirþyrmandi nálægð hvor við aðra, bæði í andlegum og efnislegum skilningi. Þrengslin sem ríkja um borð í hinu ónefnda línuskipi sem veltur um lífsins ólgusjó eru að sliga allt og alla. Vettvangur leiksins er þröngt stálbúr, messi og káeta neðanþilja. Gólfið hangir í...

Sjá meira

Fótbrot á frumsýningu

Á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks… Á frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Jens og risaferskjan sl. föstudag varð ein leikkonan, Rakel Rögnvaldsdóttir fyrir því óláni að bráka svo illa á sér annan fótinn að aflýsa þurfti þremur sýningum sem vera áttu þá um helgina. Að mati læknis verður hún þó orðin nógu góð til að leika um næstu helgi og ætti ekki að koma að sök þó að persónan hennar (Bryðja, hin andstyggilega frænka söguhetjunnar Jens) þurfi að styðjast við staf. Óhappið átti sér stað fyrir hlé eftir Bryðja hafði ásamt systur sinni Breddu af gefnu tilefni verið kramin af risaferskjunni en samt sem áður átti Rakel eftir að sinna nokkrum baksviðsverkum auk þess að dansa og syngja lokasöng leikritsins sem hún gerði í gegnum sársaukan án þess að áhorfendur yrðu nokkurs varir. Þetta verður hins vegar líklega í síðasta skipti sem eiginmaður hennar segir „break a leg“ fyrir frumsýningu. Tveimur sýningum hefur verið bætt við í stað þeirra sem fella þurfti niður. Þær verða miðvikudaginn 16. nóvember kl. 18:00 og sunnudaginn 20. nóvember kl. 17:00. Sýnt er í Bifröst og miðaverð er 1.500...

Sjá meira

Frumsýning hjá Leikfélagi Fljótsdalshéraðs

Sex í sveit eftir Marc Camoletti, er haustverkefni Leikfélags Fljótsdalshéraðs. Frumsýnt verður í félagsheimilinu Iðavöllum, föstudaginn 4. nóvember kl. 20. Leikstjóri er Oddur Bjarni Þorkelsson en hann er öllum hnútum kunnugur á Héraði og leikstýrir þar nú í fimmta sinn.  Með hlutverk sexmenninganna fara Friðjón Magnússon, Jódís Skúladóttir, Garðar Valur Hallfreðsson, Anna Björk Hjaltadóttir, Sigurlaug Gunnarsdóttir og Jón Gunnar Axelsson.   Sex í sveit er bráðfyndinn farsi með meinlegum misskilningi, undanlegum orðaleikjum, hasar og hamagangi. Og miðað við fjörið á æfingum þá mega áhorfendur sannarlega hlakka til. Leikfélag Fljótsdalshéraðs, sem yfirleitt setur sín verk upp í Valaskjálf á Egilsstöðum, bregður sér nú um 15 mínútna akstur út í sveit og hefur breytt Iðavöllum í skemmtilegt leikhús þar sem Sex í sveit er í ákaflega viðeigandi umhverfi.   Fyrirfram ákveðnar sýningar á Iðavöllum eru sem hér segir:   Frumsýning       4. nóvember 2. sýning           5. nóvember 3. sýning           11. nóvember 4. sýning           12. nóvember 5. sýning           18. nóvember 6. sýning           19. nóvember   Sýningar hefjast allar kl. 20.   Miðapantanir eru í síma 846 2121 og miðverð er 1.800...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:15, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Vörur