Author: lensherra

Tinna kemur vel út

Þjóðleikhússtjóri, Tinna Gunnlaugsdóttir, má vel una við sinn hlut í ófomlegri og afar óvísindalegri könnun sem fram fór hér á vefnum undanfarnar tvær vikur. Spurt var hvernig fólki fyndist nýr Þjóðleikhússtjóri hefja sitt fyrsta heila starfsár. Skemmst er frá því að segja að um 55% töldu hana hafa staðið sig vel eða mjög vel meðan 20% töldu hana hafa staðið sig illa eða mjög illa. Nánari upplýsingar um könnunina má sjá...

Sjá meira

Fullkomið brúðkaup, hættulega fyndið

Ég fór í gærkvöldi að sjá Fullkomið brúðkaup hjá Leikfélagi Akureyrar. Ég get sagt ykkur það að aðra eins snilld hef ég ekki séð í langan tíma. Fullkomið brúðkaup er hættulega fyndið. Sýningin er keyrð áfram af miklu öryggi og hraða  frá upphafi til enda. Fullkomið brúðkaup kom mér skemmtilega á óvart og óhætt að mæla með þessari kvöldstund. Það er öruggt að gestir fá vel fyrir aurinn sinn og geta að auki sparað lyf næsta mánuðinn því að slíkur hlátur hlýtur að lækna allt, en þó má benda hjartveikum á að taka sín áfram. Ég fór í gærkvöldi...

Sjá meira

Ópera í Iðnó

Gestur – Síðasta máltíðin eftir Gaut G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson er ný íslensk “hinsegin” óperetta/leikverk með söngvum. Verkið fjallar um þá Lauga og Óliver sem eru samkynhneigð hjón í Grafarholtinu og nýja nágrannann þeirra, atvinnuflugmanninn og sjarmatröllið Gest. Laugi er heimavinnandi en Óli vinnur í banka og þeir una nokkuð glaðir við sitt þar til gesturinn Gestur setur líf þeirra úr skorðum. Smávægilegur misskilningur kallar fram afbrýði og hefndarhug sem kemur af stað bráðfyndinni atburðarrás með óvæntum endi. Tónlistin er ákaflega vönduð og áheyrileg og spannar fjölmargar stílgerðir vestrænnar tónlistar; eina stundina er hún létt og fjörug í ætt við Mozart og aðra hádramatísk og rómantísk. En alltaf er léttur undirtónn. Leiktextinn er farsakenndur og meinfyndinn og hann ásamt tónlistinni myndar þetta stóskemmtilega verk.   Verkið verður frumsýnt í Iðnó þann 22. október n.k.  Aðstandendur sýningarinnar     * Þröstur Guðbjartsson leikstjóri     * Gautur G. Gunnlaugsson höfundur/hlutverk Lauga     * Gunnar Kristmannsson höfundur/hlutverk Ólivers     * Hrólfur Sæmundsson hlutverk Gests     * Raúl Jiménez...

Sjá meira

LA býður til fullkomins brúðkaups

Gamanleikritið Fullkomið brúðkaup eftir Robin Hawdon  verður frumsýnt hjá Leikfélagi Akureyrar fimmtudaginn 20. október. Hér er um drepfyndinn og rómantískan gamanleik að ræða, hann er hraður, fullur af misskilningi, framhjáhöldum og ást. Leikritið er eftir sama höfund og skrifaði leikgerðina á Sex í sveit sem er ein vinsælasta sýning LR frá upphafi. Leikritið sver sig í aðra röndina við sígildan farsa en einnig á leikritið margt sammerkt með breskum rómantískum gamanmyndum eins og Four Weddings and a Funeral, About a Boy, Notting Hill ofl. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Leikritið segir frá ungu fólki sem er að glíma við ástina, verða ástfangið, hætta að vera ástfangið og að verða ástfangið af þeim sem þau mega ekki vera ástfangin af. Brúðkaupsdagurinn er runninn upp. Brúðguminn vaknar með konu sér við hlið. Hann hefur aldrei séð hana fyrr. Hver er þessi kona? Hvað gerðist kvöldið áður? Hann flækist inní atburðarás sem hann ræður ekkert við, brúðurin á leiðinni herbergið í rúst, nakin kona í rúminu og þá er bankað… Fullkomið brúðkaup verður frumsýnt þann 20. október. Mikill áhugi virðist fyrir sýningunni, því þegar er orðið uppselt á fyrstu tíu sýningar verksins. Þýðandi er Örn Árnason og leikstjóri Magnús Geir Þórðarson. Frosti Friðriksson hannar leikmynd og búninga en ljósahönnun er í höndum Björns Bergsteins Guðmundssonar. Leikarar eru: Álfrún Örnólfsdóttir, Esther Thalia Casey, Guðjón Davíð Karlsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Maríanna Clara Luthersdóttir og...

Sjá meira

Stútungar snúa aftur!

 Í vor settu ungmennafélögin Vaka, Baldur og Samhyggð upp sýninguna Stútungasögu eftir Hugleikarana Þorgeir Tryggvason, Ármann Guðmundsson, Hjördísi Hjartardóttur og Sævar Sigurgeirsson.  Vegna fjölda áskorana og einróma lofs gagnrýnenda hefur verið ákveðið að taka sýninguna upp aftur og sýna sem hér segir:        Föstudagskvöldið 21. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi        Sunnudagskvöldið 23. október kl. 21:00 í Þingborg í Hraungerðishreppi        Föstudagskvöldið 28. október kl. 21:00 áHvoli á Hvolsvelli        Sunnudagskvöldið 30. október kl. 21:00 í Hvoli á Hvolsvelli     Einnig hefur heyrst skrafað um eina sýningu til viðbótar sem yrði í Brautartungu í Lundareykjadal fyrstu helgina í nóvember en hægt verður að spyrjast fyrir um hana í miðasölusíma.     Stútungasaga er bráðsmellið leikrit sem byggir á fornsögunum á gamansaman hátt. Bændur berjast og brenna bæi hvers annars, gifta syni sína og dætur eftir hentugleikum og skreppa í heimsóknir til konungshjónanna af noregi inn á milli bardaga, bruna og brúðkaupa.     Leikstjóri er Sigurgeir Hilmar Friðþjófsson. Miðapanntanir eru í síma 892-8202 eða á netfanginu  hgun@bakkar.is   Miðaverð er 1.500...

Sjá meira

Opnunartímar

Mánudagur - Föstudagur: 8:45 — 12:00, Laugardagur - Sunnudagur: Lokað

Nýtt og áhugavert