Klippimyndir frá Kaupmannahöfn
i ballettinn verður með tvær gestasýningar á Klippimyndum – ævintýraleg barnaballetsýning byggð á verkum H.C. Andersens – á Stóra sviði Þjóðleikhússins sunnudaginn 30. október kl. 14:00 og 16:00. Höfundur ballettsins er Pär Isberg. Þegar H.C. Andersen var ungur drengur lét hann sig dreyma um að verða ballettdansari við Konunglega leikhúsið í Kaupmannahöfn, en þessi langi og mjói strákur með stóru fæturna fann ekki náð fyrir augum ballettmeistarans. En nú fær hann loksins tækifæri til að spreyta sig í þessari nýju danssýningu! Í barnaballettsýningunni Klippimyndum höldum við í ævintýralega ferð með H.C. Andersen, sem dansar aðalhlutverkið og leiðir okkur í gegnum vinsæl ævintýri á borð við Litlu stúlkuna með eldspýturnar, Nýju fötin keisarans, Næturgalann og Ljóta andarungann. Klippimyndir ævintýraskáldsins verða smám saman til eftir því sem líður á sýninguna, vaxa og fylla loks allt leiksviðið! Tuttugu og sjö börn dansa í sýningunni og fara sum þeirra með veigamikil hlutverk, enda er aðeins einn fullorðinn dansari í sýningunni. Óhætt er að segja að það sé einstök upplifun þegar svo mörg börn koma að því að skapa sviðslistaverk. Í sýningunni hér á Íslandi verður ballettinn fluttur í styttri útgáfu, auk þess sem dansararnir sýna Bournonvillespor undir stjórn Anne Marie Vessel Schlüter. Það eru Konunglegi danski ballettinn og listdansskóli Konunglega danska leikhússins sem standa að sýningunni. Danshöfundur er sem fyrr segir Svíinn Pär Isberg, en hann samdi meðal annars ballettinn Hans og Grétu...
Sjá meira


